Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Danir fresta því að slaka á að­gerðum

Til stóð að opna fyrir starfsemi í tónleikasölum og næturklúbbum á ný í ágústmánuði, en nú er ljóst að það verður að bíða betri tíma í ljósi þróunar síðustu vikna.

Erlent
Fréttamynd

Í upp­hafi krefjandi vetrar

Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 

Innlent