

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Sýnir frá alls konar leynitrixum við kvikmyndatökur
Það getur verið nokkuð flókið að taka upp atriði í kvikmynd eða sjónvarpsþáttum og mikil vinna liggur að baki hverrar sekúndu í tökum.

Árni Ólafur er látinn
Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son.

Geimævintýri byggt upp af leikþáttum
Barnaplatan Út í geim og aftur heim eftir Alexander Frey Olgeirsson er nú komin út. Platan er geimævintýri sem er byggt upp af leikþáttum og ellefu glænýjum barnalögum.

Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd
Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings.

Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja
Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar.

Nobody: Hæst bylur í tómri tunnu
Í kvikmyndinni Nobody leikur Bob Odenkirk hinn frústreraða Hutch Mansell sem umturnast eftir að brotist er inn í húsið hans. Allir (karlmennirnir) í kringum hann sýna honum vanþóknun og eru á því að hann hefði átt að lúskra á innbrotsþjófunum þegar færi gafst. Þetta leggst á sálina á greyinu Hutch, sem verður til þess að litli óöryggi karlinn inni í honum verður að fá útrás. Og hver er sú útrás? Jú, að berja og drepa sem flesta.

Stóra prumpumálið reynist babb í bát hjá Abbababb
Jón Gnarr er höfundur texta við lag Dr. Gunna og hann hefur lagt blátt bann við notkun hans í kvikmyndinni Abbababb sem nú er í tökum.

Óperusöngkonan Christa Ludwig fallin frá
Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag.

Nomadland valin best á Óskarsverðlaunum
Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn.

Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum
Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum.

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn
Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar
Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra.

Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“
Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin.

Áætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voðalega stolt af þessu“
Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum.

Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert
Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins.

RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“
„Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða.

Abba-æði í Keflavík
Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa.

Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina?
„Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski,“ sagði hinn umdeildi en áhrifamikli Sigmund Freud. Sama hvaða skoðun fólk hefur á stúderingum og kenningum Freuds þá eru flestir sammála um að án ástar er lífið ansi einmanalegt.

Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári.

Tuttugu ár frá svanakjól Bjarkar á Óskarnum
Tuttugu ár eru síðan Ísland var senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Í Los Angeles þann 25. mars árið 2001 átti okkar eigin Björk Guðmundsdóttir ógleymanlegt augnablik.

Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu
Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan.

„Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta"
„Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir.

Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni.

Ingó, Doctor Victor og Gummi Tóta með annað sumarlag
Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, gaf í dag út lagið Gírinn ásamt bræðrunum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta, en það er annað lagið sem þeir félagar gefa út saman.

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“
Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

Kaleo flutti lag hjá Jimmy Kimmel í húsnæði Máls og Menningar
Í gærkvöldi kom íslenska sveitin Kaleo fram í einum vinsælasta spjallþætti heims, Jimmy Kimmel Live.

A Teacher: Ólögmætur losti kennara og nema
Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar sjónvarpsþáttaröðina A Teacher, sem fjallar um ástarsamband framhaldsskólakennarans Claire og sautján ára nema hennar Eric. Slíkt er að sjálfsögðu ekki aðeins „frowned upon“ eins og Ross Geller úr Friends taldi, heldur hreinlega ólöglegt, og ólíkt Ross yrði Claire ekki aðeins rekin, hún myndi lenda í fangelsi.

Lag um mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa
Í dag er alþjóðardagur Móður jarðar og þá er um allan heim m.a. fjallað um mengun jarðar sem er eitt mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa.

Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar
Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag.

Mikil spenna fyrir frumsýningu á Sólheimum
Mikil spenna og eftirvænting er meðal heimilisfólks á Sólheimum í Grímsnesi fyrir sumardeginum fyrsta en þá ætla þau að frumsýna ævintýraleikrit, sem byggir á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima.