Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. Innlent 8. apríl 2024 22:44
Inga Sæland með sumarsmell í vasanum Inga Sæland formaður Flokks fólksins hyggst brátt gefa út lag. Hún segir um sumarslagara verði að ræða en heldur spilunum að öðru leyti þétt að sér. Tónlist 8. apríl 2024 16:17
Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum. Lífið 8. apríl 2024 15:15
Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. Innlent 8. apríl 2024 13:41
Brúðkaupsdansinn er einn af hápunktum brúðkaupsins Brúðkaupsdagurinn er ógleymanlegur dagur, fullur af ást, gleði og rómantík. Margar hefðir fylgja þessum degi og ein sú sem margir halda í heiðri er dansinn sem nýgiftu hjónin stíga í veislunni. Lífið samstarf 8. apríl 2024 11:36
Fullur tilhlökkunar fyrir nýjum kafla „Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu. Tónlist 8. apríl 2024 11:32
Eyþór Ingi tók lag með Laufeyju Lin Í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á föstudagskvöldið á Stöð 2 voru allskonar lög tekin. GDRN mætti sem gestasöngkona en einn flutningur vakti sérstaka athygli. Lífið 8. apríl 2024 10:30
Geymdi pasta á sviðinu ef hann skildi verða svangur milli laga Einn allra frægasti tenór sögunnar, Ítalinn Luciano Pavarotti, geymdi oft pastarétti í vængjum sviðsins sem hann söng á, svo hann gæti rölt út af sviðinu milli laga og fengið sér bita. Lífið 8. apríl 2024 10:22
Nick Cave til Íslands Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. Tónlist 8. apríl 2024 09:16
Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. Innlent 7. apríl 2024 19:21
Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2024 18:32
Stærðarinnar listaverk komið á sinn stað Stærðarinnar listaverk er risið við aðalinngang Smiðju, nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis. Innlent 7. apríl 2024 08:51
Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Tónlist 7. apríl 2024 00:09
Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Lífið 6. apríl 2024 13:53
Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Lífið 6. apríl 2024 13:04
Blue Lights: Fljúgandi start Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni. Gagnrýni 6. apríl 2024 11:40
Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. Lífið 5. apríl 2024 17:30
Bein útsending: Mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í Hörpu frá klukkan 15 til 17. Innlent 5. apríl 2024 14:30
Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2024 11:19
Borgarstjóri og Vigdís hlógu að Jóni Gnarr og Sveppa Það var mikið um dýrðir og margt um manninn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þegar leikritið And Björk of course var frumsýnt. Verkið er eftir Þorvald Þorsteinsson og hefur slegið í gegn á Akureyri í vetur. Lífið 5. apríl 2024 09:12
Frábær tilfinning að geta verið fyrirmynd „Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. Lífið 5. apríl 2024 07:02
Svar Íslands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn. Bíó og sjónvarp 4. apríl 2024 07:00
Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Lífið 3. apríl 2024 22:33
Tók símtalið á pabba fyrir Herbert „Ég reyni alltaf að birta upp heiminn,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem gaf út nýtt lag í dag, sumarsmellinn Allt á uppleið! Söngvarinn segir lagið eiga vel við á þessum tíma en síminn stoppar ekki og hann hefur í nógu að snúast fram á haust. Stórkanónur eru að baki laginu með Herberti, feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson. Tónlist 3. apríl 2024 20:01
Var búinn að hlaupa af sér hornin ólíkt öðrum undrabörnum Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn. Lífið 3. apríl 2024 10:32
Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Viðskipti erlent 3. apríl 2024 08:10
„Ég vil nota líkamann minn þangað til hann hættir að virka“ „Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp,“ segir fimleikastjarnan, margfaldi Íslandsmeistarinn, listamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Sigurður Gunnarsson, yfirleitt kallaður Nonni. Nonni, sem er að verða 32 ára í sumar, er alltaf með marga bolta á lofti og á sér stóra drauma. Blaðamaður ræddi við hann um lífið, ferilinn, fimleikana, listina, seigluna, föðurmissi, sorgarferli og fleira. Lífið 3. apríl 2024 07:01
Shakira hjólar í Barbie Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn. Lífið 2. apríl 2024 23:51
Freaks and Geeks-leikarinn Joe Flaherty látinn Bandaríski leikarinn og handritshöfundurinn Joe Flaherty er látinn. Hann varð 82 ára. Lífið 2. apríl 2024 23:30
„Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Innlent 1. apríl 2024 21:12