Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Á­hersla á hæg­læti á Sequences

Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“.  Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. 

Menning
Fréttamynd

Saman á rauða dreglinum

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frið­rik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það!

Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kossaflens á klúbbnum

Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu Heimsins besta degi í hel­víti

Það var húsfyllir og góð stemning þegar kvikmyndaframleiðandinn Lilja Ósk Snorradóttir fagnaði útgáfu sinnar fyrstu bókar, Heimsins besti dagur í helvíti, með teiti í bókabúð Sölku á dögunum.

Menning
Fréttamynd

Sár­þjáður Eyfi sendur með sjúkra­bíl og skellt í að­gerð

Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna.

Lífið
Fréttamynd

Enn veldur Britney á­hyggjum

Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki.

Lífið
Fréttamynd

Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba

„Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins.

Tónlist
Fréttamynd

Mark­miðið að græða ekkert og „helst tapa pening“

Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu.

Menning
Fréttamynd

Baunar á kókaða söng­konu fyrir baktal

Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð.

Tónlist
Fréttamynd

Keith sagður kominn með nýja kærustu

Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi.

Lífið
Fréttamynd

Ástar­senur í viku tvö með stórleikaranum

Kvikmyndin Eldarnir var frumsýnd hér á landi þann ellefta september og hefur síðan gripið vitund áhorfenda með ótrúlegum tæknibrellum og áhrifamiklum senum þar sem jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaganum lifna við á nýjan leik á stóra tjaldinu.

Lífið
Fréttamynd

Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina

Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu.

Menning
Fréttamynd

Jafet Máni selur í­búð með ræktarsal

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég ein­hvers virði“

„Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum,“ segir Sváfnir Sigurðsson, markaðsstjóri, tónlistarmaður og rithöfundur.

Lífið
Fréttamynd

„Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“

Andri Snær Magnason hafnar boði Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í það sem hann segir „einhvers konar einvígi.“ Hann setur út á það að upphafleg grein, þar sem ansi frjálslega er farið með stærðfræðina, hafi ekki verið leiðreitt heldur að þess í stað hafi honum verið boðið í viðtal til að breiða rangfærslurnar enn frekar út.

Menning
Fréttamynd

„Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“

Í heimildamyndinni Jörðin undir fótum okkar bregðum við okkur í fylgd leikstjórans og fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum.

Lífið
Fréttamynd

Hvað með dansinn?

Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn?

Skoðun