

Skóla- og menntamál
Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi.

„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“
„Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn.

„Efling“ framhaldsskóla
Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri.

Vanhugsuð sameiningaráform
Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir.

Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá.

Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða
Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989.

Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof
Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag.

Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“
Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri.

Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar
Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði.

Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu.

„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“
Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til.

Sigurður Líndal látinn
Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri.

„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“
Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið.

Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu.

Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs
Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Hafsteinn Dan til liðs við HR
Hafsteinn Dan Kristjánsson, sem starfað hefur sem kennari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, hefur ákveðið að færa sig um set og kenna við lagadeild HR.

„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“
Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu.

Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega
Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn.

„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar”
„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Símafrí í september
Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd.

Dæmi um börn í öðrum bekk með hnífa í grunnskólum
Dæmi er um að börn í öðrum og þriðja bekk hafi mætt með hnífa í skólann hér á landi. Sérfræðingur í öryggisgæslu hefur verulegar áhyggjur af þróuninni.

Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ
Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið.

Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka
Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins.

Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni
Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum.

Hélt að hún gæti ekki lært en stefnir nú á háskólanám
„Stærsti fjársjóðurinn sem ég hef með mér frá Menntastoðum Mímis er sjálfsvirðingin. Að hafa upplifað þá tilfinningu að vera góð í einhverju og fengið staðfestingu á því að ég get menntað mig,“ segir Stella Guðrún Arnardóttir en hún settist aftur á skólabekk eftir 14 ára hlé.

Banna skósíða kyrtla í skólum landsins
Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, segist hafa ákveðið að banna stúlkum og konum að klæðast „abaya“, víðum skósíðum kyrtlum í ríkisreknum skólum landsins.

Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“
„Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið.

Helmingi umsækjenda synjað um starfstengt nám: Skorar á stjórnvöld að gera betur
Einungis átta umsækjendur um starfstengd diplómunám við Háskóla Íslands fengu inn í skólann en alls sóttu sextán um. Einn umsækjendanna sem ekki komst inn segist kvíðin fyrir framtíðinni og skorar á stjórnvöld að gera betur í málefnum fatlaðs fólks í skólum.

Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana.

Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla
Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum.