Meira fyrir eldri borgara Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Skoðun 1. desember 2025 07:00
Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, tók þátt í mótmælum á Ítalíu í gær með fjölþjóðlegri sendinefnd aktívista og málsvara Palestínu, ásamt hafnarverkamönnum í Genóa og Róm. Með í för var meðal annars sænski aktívistinn Greta Thunberg, sem varð heimsfræg árið 2018 fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum, en auk þess hefur hún undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að málefnum Palestínu. Innlent 30. nóvember 2025 19:47
Erfðafjárskattur hækkar Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Skoðun 30. nóvember 2025 19:32
Ekki stimpla mig! Það hefur orðið ákveðin tískubylgja að klína á stuðningsfólk Miðflokksins alls konar stimplum: að við séum illa læs, gamlar karlrembur, ungir strákar með fordóma eða fólk sem hati einfaldlega útlendinga. Þetta er þægileg leið til að afskrifa heila stjórnmálahreyfingu án þess að þurfa að ræða málefnin sjálf. Skoðun 30. nóvember 2025 18:01
Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum. Innlent 30. nóvember 2025 13:03
Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Nýr og fyrsti formaður Pírata segir að taka þurfi samtal um sameiningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Borgarfulltrúi flokksins sem laut í lægra haldi í formannskjörinu íhugar sína stöðu. Innlent 29. nóvember 2025 19:23
Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Innlent 29. nóvember 2025 19:02
Óttast að skógrækt leggist nánast af Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum. Innlent 29. nóvember 2025 16:32
Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Innlent 29. nóvember 2025 15:32
Oktavía Hrund kjörið fyrsti formaður Pírata Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns hefur verið kjörið fyrsti formaður Pírata. Hán er varaborgarfulltrúi Pírata og framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins. Innlent 29. nóvember 2025 13:20
„Mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu“ Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna sem upp er komin á fjölmiðlamarkaði grafalvarlega. Nauðsynlegt sé að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla í þágu lýðræðis í landinu. Innlent 29. nóvember 2025 13:00
„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. Viðskipti innlent 29. nóvember 2025 12:01
Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. Innlent 28. nóvember 2025 22:47
Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að styðja stelpurnar okkur til sigurs gegn Serbíu á HM í handbolta í kvöld. Handbolti 28. nóvember 2025 17:29
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Innlent 28. nóvember 2025 14:46
Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? Menning 28. nóvember 2025 12:25
Útlendingamálin á réttri leið Ríkisstjórnin hefur lagt fram og boðað nokkur mál sem miða að því að stórbæta útlendingakerfið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er með fimm frumvörp á þingmálaskrá sem tengjast útlendingamálum. Skoðun 28. nóvember 2025 11:48
Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 28. nóvember 2025 10:05
Kennum þeim íslensku Börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hefur fjölgað verulega síðustu ár. Í fjórum skólum í borginni eru yfir 55% nemenda með annað móðurmál en íslensku og í níu þeirra eru yfir þriðjungur nemenda með erlent móðurmál. Skoðun 28. nóvember 2025 07:31
Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu í varnartengd útgjöld fyrir árið 2035 duga í bili að sögn Marks Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem varði deginum á Íslandi í dag. Innlent 27. nóvember 2025 19:49
Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Innlent 27. nóvember 2025 17:43
Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Innlent 27. nóvember 2025 15:23
Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi „Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi?“ er yfirskrift málþings sem atvinnuvegaráðuneytið stendur fyrir í Hörpu í dag. Innlent 27. nóvember 2025 13:31
Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 27. nóvember 2025 13:24
Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025. Viðskipti innlent 27. nóvember 2025 13:04
Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Nokkurs misskilnings virðist gæta í umræðu um skyldur sveitarfélaga til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, þ.m.t. notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Skoðun 27. nóvember 2025 12:31
Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að Reykjavíkurborg selji bæði hlut sinn í Carbfix, Ljósleiðaranum og Malbikunarstöðinni Höfða og sömuleiðis bílastæðahús borgarinnar. Innlent 27. nóvember 2025 10:55
Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Hilmar Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí næstkomandi. Innlent 27. nóvember 2025 10:40
Réttindi allra að tala íslensku Í ræðu sinni í Bandaríkjaþinginu árið 1965 fjallaði þáverandi Bandaríkjaforseti Lyndon B. Johnson um tímann sinn sem grunnskólakennari. Johnson kenndi í Cotulla í Texas þar sem margir nemendur töluðu litla sem enga ensku. Hann sá hversu mikið tungumálahindranir héldu þeim aftur, bæði í námi og lífi. Hann taldi að enskukunnátta væri lykillinn að því að börn gætu tekið fullan þátt í samfélaginu, átt fleiri tækifæri og forðast jaðarsetningu. Skoðun 27. nóvember 2025 09:02
Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Starfsmenn Vélfags á Akureyri hafa verið boðaðir til starfsmannafundar klukkan tíu. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þar verði farið yfir framhaldið. Starfsemi Vélfags hefur legið niðri vegna þvingunaraðgerða sem það sætir vegna tengsla við rússneskt fyrirtæki. Viðskipti innlent 27. nóvember 2025 09:02