
Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda
Þegar ég byrjaði fyrst að skrifa þetta í byrjun nóvember sat ég innilokaður og horfði þreytulegum augum út um gluggann. Á grámygluna úti og tréin sem sveifluðust ofsafengið í rokinu. Svona gekk þetta þá meira og minna dögum saman og eftir nokkurra daga stillingu veðurguðanna undanfarna viku segir veðurspáin segir annað eins vera framundan líka og það á kjördag.