Skák

Fréttamynd

Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði

Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer.

Innlent
Fréttamynd

Carl­sen breytti opnunar­leik Katrínar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. 

Sport
Fréttamynd

Carl­sen í góðum málum eftir dag tvö

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Carlsen í öðru sæti með tvo vinninga

Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen situr í öðru sæti B-riðils á heimsmeistaramótinu í Fischer slembiskák sem fram fer á Hótel Natura í Reykjavík. Carlsen er með tvo vinninga, en hann laut í lægra haldi gegn Hikaru Nakamura í seinustu skák kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Yfir­vofandi mála­ferli ekki af­sökun

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi.

Sport
Fréttamynd

Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu

Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun.

Sport
Fréttamynd

Niemann stefnir Carl­sen og krefst 15 milljarða króna

Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.

Sport
Fréttamynd

Minningar­mót um Hrafn Jökuls­son í dag

Klukkan fjögur í dag verður minningarmót um Hrafn Jökulsson haldið í Norðurturni Smáralindar fyrir framan veitingastaðin XO. Hrafn var skákmaður mikill en hann lést um miðjan september eftir baráttu við krabbamein.

Sport
Fréttamynd

For­seti norska skák­sam­bandsins viður­kennir svindl og er hættur

Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020.

Sport
Fréttamynd

Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum

Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum.

Sport
Fréttamynd

Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar

Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Niemann um enn meira svindl

Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl.

Sport