Skák

Fréttamynd

Skákheimurinn horfir til Íslands á ný

Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spasskí mættust árið 1972. Rjóminn af sterkustu skákmeisturum heims mætir til leiks. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu

Opna Reykjavíkurskákmótið verður óvenju sterkt að þessu sinni. Tveir Íslendingar geta landað lokaáfanga að stórmeistaratitli. Sterkar skákkonur fjölmenna frá öllum heimshornum auk skák­æsku Íslands að venju. Mótið er tileinkað Friðriki Ólafssyni áttræðum.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð skáklistarinnar í húfi

Norska undrabarnið Magnus Carlsen berst um heimsmeistaratitilinn í skák við indverska snillinginn Viswanathan Anand. Þeir eru fulltrúar mismunandi kynslóða en vonir standa til þess að sigur Carlsens gæti endurvakið áhuga almennings á skák.

Erlent
Fréttamynd

Undrabarn varð yngsti stórmeistari heims

Kínverska skákundrið Wei Yi tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli eftir áttundu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu á mánudagskvöld. Wei Yi, sem er aðeins 13 ára gamall, er því yngsti stórmeistari heims í dag. Wei Yi varð jafnframt fjórði yngsti stórmeistari allra tíma, þegar næststigahæsti keppandi mótsins, stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave frá Frakklandi, gaf skák sína eftir mikla baráttu við undrabarnið.

Innlent
Fréttamynd

Frábær skáktilþrif í Hörpu

Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu.

Innlent
Fréttamynd

Friðrik stendur sig vel á Reykjavíkurskákmótinu

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, kom á óvart í þriðju umferð Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær, þegar hann gerði jafntefli við David Navara, ofurstórmeistara frá Tékklandi.

Innlent
Fréttamynd

Þeir efnilegustu í heimi tefla

N1-Reykjavíkurskákmótið 2013 hófst í Hörpu síðdegis í gær og er haldið í 28. skipti. Mótið er hið fjölmennasta frá upphafi. Keppendur eru 228, þar af 150 erlendir gestir frá 38 þjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Skákmeistari handtekinn við dómsuppsöguna

Fyrrum heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Moskvu í dag þar sem stúlkurnar í Pussy Riot voru fundnar sekar um óeirðir. Kasparov var dreginn með valdi inn í sendiferðabíl þar sem lögreglumenn þjörmuðu að honum eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Erlent
Fréttamynd

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar

Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurskákmótið í Hörpu

Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert með sér samkomulag um að Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verði haldið í Hörpunni næstu þrjú ár. Ríflega 20 stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks á Reykjavíkurmótinu 2012, en þekktastur þeirra er tékkneski stórmeistarinn David Navara, en hann hefur 2.712 alþjóðleg skákstig. Þátttaka er öllum opin.

Innlent
Fréttamynd

Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák

Héðinn Steingrímsson (2470) gerði jafntefli við Sebastian Plischki (2397) í níundu og síðustu umferð alþjóðlega mótsins í Mladá Boleslva í Tékklandi. Með árangrinum tryggði Héðinn sér sinn þriðja og síðasta stórmeistaraáfanga og hefur þegar náð tilskyldum skákstigum. Héðinn Steingrímsson er því orðinn stórmeistari í skák.

Sport
Fréttamynd

Friðriksmótið í dag

Friðriksmótið, skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni fór fram í dag. Friðrik, sem er fyrsti stórmeistari Íslands, tefldi upphafsskák mótsins við Lenku Patsnikóvu, fyrsta kvennastórmeistara landsins. Lenka gerði sér lítið fyrir og sigraði Friðrik í æsispennandi skák. Allir helstu skákmenn þjóðarinnar tóku þátt í mótinu.

Menning
Fréttamynd

Selur allt bókasafnið sitt

"Fólk getur komið og keypt bækur úr safni uppáhalds söngvarans, stjórnmálamannsins eða skáldsins," segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hróksins en félagið efnir til bókamarkaðar í dag og á morgun

Menning