Dýr

Fréttamynd

Vísindamenn vilja grisja flóðhestahjörð Pablo Escobar

Vísindamenn segja nauðsynlegt að ráðast í grisjun flóðhestahjarðar sem varð til í kjölfar þess að eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar var drepinn af lögreglu árið 1993, áður en hún fer að ógna plöntu og dýraríkinu þar sem hún hefur fjölgað sér.

Erlent
Fréttamynd

Partýdýr: Svartbjörn mætir óvænt í partý til plötusnúðs

Bandarískur plötusnúður að nafni Jody Flemming var með netstreymi frá heimili sínu í Asheville, Norður-Karólínu, nú á dögunum. Þetta er nú ekki í frásögu færandi nema hvað að gjörningurinn vakti greinilega áhuga fleirri en netverja þar sem svartbjörn sést í myndbandinu renna á hljóðið og gera sig líklegan til að mæta í partýið.

Lífið
Fréttamynd

Fjöldi dýra greinst með Covid-19

Fjöldi dýra hefur smitast af kórónuveirunni frá því faraldurinn braust út á síðasta ári. Rannsóknir benda til þess að eigendur geti smitað gæludýr sín.

Erlent
Fréttamynd

Hundar björguðu eigendum sínum úr snjóflóði

Tveimur einstaklingum, sem lentu í snjóflóði í svissnesku Ölpunum, var bjargað eftir að hundarnir þeirra geltu á hjálp. Útivistarfólk sem var statt nærri staðnum sem flóðið féll heyrði í hundinum og tókst að grafa fólkið úr snjónum.

Erlent
Fréttamynd

Allir út í garð að telja fugla um helgina

Fuglavinir eru hvattir til að fylgjast með öllum fuglum sem koma í garðinn þeirra um helgina og skrá niður tegundir og fjölda því Garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir. Stari og snjótittlingar eru algengastir í görðum landsmanna á þessum tíma árs.

Innlent
Fréttamynd

Hvalir og selir: dýrin sem ríkisstjórnin skilur eftir

Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt.

Skoðun
Fréttamynd

Björn elti mann á skíðum

Rúmenskur maður þurfti að taka á honum stóra sínum um síðustu helgi þegar björn elti hann á harðaspretti þegar maðurinn var að renna sér á skíðum. Aðrir skíðagestir öskruðu á manninn og sögðu honum að fara hraðar yfir.

Erlent
Fréttamynd

Boða hertar sótt­varnir vegna skæðrar fugla­flensu

Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir hér á landi frá miðjum febrúar vegna skæðrar fuglaflensu, sem heldur áfram að breiðast út víða um heim. Talsverðar líkur eru taldar á því að fuglaflensan berist hingað með farfuglum og MAST segir afleiðingar smits á stórum alifuglabúum geta verið mjög alvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda

Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Hundar með fjólubláa tungu vekja athygli

Hundar með fjólublá tungu eru sjaldgæfir en þó eru nokkrir slíkir hundar hér á landi með þannig tungu, meðal annars Chow Chow hundar. Tegundin er með mjög loðin felld og líkist helst böngsum eða loðnum öpum.

Innlent
Fréttamynd

Hrossin troða snjó upp að kvið

„Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“

Innlent
Fréttamynd

Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu

Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fals­fréttir og springandi hval­dýr

Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun.

Skoðun
Fréttamynd

Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu

Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Geiturnar gæða sér á gömlum jóla­trjám

Geitur á bæ einum í Missouri í Bandaríkjunum hafa síðustu daga notið góðs af jólahaldinu. Bændurnir auglýstu á Facebook eftir því að fólk í nágrenninu myndi koma með gömul jólatré á bæinn.

Lífið
Fréttamynd

Leituðu að kaja­kræðara en fundu bara hvali

Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á Akureyri leituðu í meira en tvær klukkustundir að kajakræðara sem talið var að hefði lent í vandræðum í sjónum milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar í dag. Talið er að um missýn hafi verið að ræða, þar sem mikið var um hvali á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Rotturnar í Reykjavík

Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur.

Skoðun