

Arnar Gunnlaugsson hefur nú tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fyrir leikinn við Kósovó í kvöld í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA.
Það er komið að leikdegi í Pristina í Kósovó en þar mun íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefja vegferð sína undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gegn heimamönnum í kvöld í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Hollands vegna meiðsla. Meiðslin eru að líkindum ekki alvarleg en hann hefur verið máttarstólpi á miðju enska liðsins í vetur.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir Mikael Neville Anderson hafa verið mjög leiðan yfir því að geta ekki tekið þátt í komandi leikjum Íslands gegn Kósovó, í umspili Þjóðadeildarinnar, vegna meiðsla. Honum hafi verið ætlað stórt hlutverk.
Spenningurinn hefur gert rækilega var um sig hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni sem stýrir sínum fyrsta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Undirbúningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur.
Orra Stein Óskarsson hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrirliðabandið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.
Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum.
„Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um son hans Jón Dag Þorsteinsson sem á fyrir höndum landsleik með karlalandsliðinu í kvöld.
Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega?
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag.
Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.
Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla.
Arnar Gunnlaugsson stýrði í dag sinni fyrstu æfingu sem þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt myndir af æfingunni þar sem gleðin var við völd.
Fyrirliði landsliðs Kósóvó, sem mætir Íslandi í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í vikunni, fór meiddur af velli í leik liðs síns um helgina.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra í fótbolta, vill gera sitt til að draga úr mikilli togstreitu sem virðist vera á milli írsku úrvalsdeildarinnar og írska knattspyrnusambandsins. Glas af öli og spjall við háværustu þjálfara írsku deildarinnar gæti verið lausnin.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, býr sig undir umspil um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, rétt eins og íslenska landsliðið. Hann kynnti hóp sinn fyrir verkefnið í dag.
Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli.
Athygli vakti að Aron Einar Gunnarsson hafi verið valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir komandi leiki karlalandsliðsins í fótbolta við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Misjafnar skoðanir eru á valinu.
„Þetta er virkilega góð tilfinning,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um valið á hans fyrsta leikmannahópi. Arnar kynnti 23 manna hópinn sem tekst á við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum.
Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag.
Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti sinn fyrsta landsliðshóp og sat fyrir svörum í beinni útsendingu á Vísi, á blaðamannafundi KSÍ í Laugardal.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp í starfi á miðvikudaginn kemur.
Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers.
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum einvígi við landsliðs Búlgaríu sem er allt í einu orðið þjálfaralaust eftir talsverða ringulreið.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði.
Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.