Heilbrigðismál

Fréttamynd

Um sex­tíu stað­fest til­felli apa­bólu í Evrópu

Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Byrjum á raf­rænu sjúkra­skránni

Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir.

Skoðun
Fréttamynd

Segir starfs­menn hugsa sér til hreyfings eftir fund um út­boð

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda.

Innlent
Fréttamynd

„Ríkið á að auka tæki­færi fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að apa­bóla berist hingað til lands

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stunga að nýju bíla­stæða- og tækni­húsi nýs Land­spítala

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Mýtur um matar­æði

Hver kannast ekki við umræðuna um að borða í samræmi við blóðflokkinn sinn eða hversu „hollt“ það sé að fasta eða vera á lágkolvetnafæði. Það er skiljanlegt að ekki allir geti fylgt opinberum ráðleggingum um mataræði en hvernig er hægt að fóta sig í gegnum allar þessar misvísandi upplýsingar sem dynja á neytendum sem vilja prófa sig áfram í mataræðinu frá degi til dags?

Skoðun
Fréttamynd

Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu

Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Að hlusta á og styðja þá sem þjást

Í dag, 12. maí, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um ME-sjúkdóminn. Af því tilefni hripaði ég niður hugleiðingar mínar á þessum degi sem ég beini ekki síst til heilbrigðiskerfisins, stjórnenda vinnustaða og stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Þórólfur Guðnason segir upp störfum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.

Innlent
Fréttamynd

Vefjagigt í 30 ár

Frá upphafi sköpunarinnar hafa krónískir verkir þjáð og þjakað mannkynið og dregið úr getu einstaklinga til daglegra starfa. Það er athyglisvert að stoðkerfisverkir af ýmsum toga trjónuðu í þremur af sjö efstu sætum heimslistans yfir sjúkdóma sem hafa mest áhrif á daglega færni. En hvaðan koma allir þessir verkir?

Skoðun