Stjórnsýsla

Fréttamynd

Fangelsiskerfið ekki rekið með skil­virkni eða árangri

Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Hussein yfir­gaf Ís­land á­samt fjöl­skyldu sinni

Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti.

Innlent
Fréttamynd

Hættir hjá Geisla­vörnum eftir 38 ára starf

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get ekki lifað án fjöl­skyldu minnar“

Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann.

Innlent
Fréttamynd

Trausti Fannar skipaður for­maður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Innlent
Fréttamynd

Við erum hér og vertu með

Umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og við verðum öll vör við ægimátt náttúruaflanna sem eru sífellt að verða sýnilegri. Það sem má þó ekki gleymast eru þær aðgerðir sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Fall­ein­kunn mat­væla­ráð­herra og MAST

Skýrsla Ríkisendurskoðunar, stjórnsýsluúttekt, skýrsla til Alþingis, eftirlit með velferð búfjár hefur litið dagsins ljós. Nokkuð umfangsminni en ég hafði gert mér vonir um enda kynnt sem umfangsmeiri fyrir um ári síðan. Um mjög mikilvægan málaflokk er að ræða, sem lýtur að velferð allra dýra, sem falla undir lög um velferð dýra.

Skoðun
Fréttamynd

Verndun og eyði­legging þjóð­sagna­staða

Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra sýni gott for­dæmi

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­lýsinga­full­trúi væri kær­komin við­bót hjá MAST

Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kyn­ferðis

Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„TEAM-Iceland er ekki ís­lenska heldur enska“

Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslensku, segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Þar vísar hann til verkefnisins „TEAM-Iceland“.

Innlent
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku.

Skoðun
Fréttamynd

GIS-dagurinn

Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga.

Skoðun
Fréttamynd

Á­minning til bæklunarlæknis felld úr gildi

Áminning Embættis landlæknis til bæklunarlæknis vegna tveggja aðgerða sem hann framkvæmdi hefur verið felld úr gildi af heilbrigðisráðuneytinu. Um var að ræða aðgerð á öxl og svo krossbandsaðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Gætt hafi verið að börnunum í Grafar­vogi

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi

Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur

Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Freistar þess að koma breytingum á lög­reglu­lögum í gegn

Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumarbyrjun, hefur birt drög að frumvarpi um breytingar á lögreglulögum í samráðsgátt til umsagnar en Jóni tókst ekki að koma þeim breytingum sem hann vildi gera á lögunum í gegn á síðasta þingi. Með breytingunum á lögreglan að fá auknar heimildir til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit.

Innlent