
Bretland

Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins
Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað kunna og skilja, allir sannir sagnfræðingar og fræðimenn, séu sammála um, að Brexit hafi orðið bresku þjóðinni verulegt efnhagslegt áfall. Hagur Breta og afkoma, velferð, væri meiri, ef ekki hefði til Brexit, útgöngu úr ESB, komið.

Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu
Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku.

Þúsundir gagn-mótmælenda kæfðu boðaðar óeirðir
Þúsundir Breta söfnuðust saman í borgum víða um Bretland í gær og tóku höndum saman til að vernda miðstöðvar fyrir flóttamenn og aðra staði þar sem óttast var að óeirðarseggir myndu koma saman.

Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“
Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni.

Mikill viðbúnaður vegna mögulegra óeirða í dag
Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku.

Fær enn martraðir eftir slysið í Top Gear
Fyrrum krikketspilarinn og sjónvarpsmaðurinn Freddie Flintoff hefur opnað sig um hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur árum. Hann kveðst enn vera að jafna sig á slysinu.

Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi
Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum.

Starmer heldur neyðarfund vegna óeirðanna
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar með Cobra nefndinni í dag vegna óeirðanna sem hafa verið í Bretlandi síðustu daga. Á annað hundrað hafa verið handteknir vegna og fjöldi lögreglumanna slasast í mótmælunum, sem beinast gegn hælisleitendum.

Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur
Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur.

Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi
Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll.

Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar
Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni.

Svarar ekki símtölum sonarins
Karl Bretakonungur svarar ekki símtölum yngri sonar síns Harry Bretaprinsar. Feðgarnir hafa lítið sem ekkert talað saman undanfarið og ekki sést síðan í febrúar síðastliðnum þegar Karl tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri með krabbamein.

Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi
Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt.

Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport
Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands.

Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum
Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld.

Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð
Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 62 ára, hefur játað að hafa „búið til“ kynferðislegar myndir af börnum. Edwards, sem starfaði í áratugi hjá BBC og var einn þekktasti fréttalesari Bretlands, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport
Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl.

Upp kemst um Brexit ósannindamenn og -lygara um síðir – Þeir eru líka hér
Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Bretar höfðu samþykkt Brexit, þó mjög naumlega hafi verið, og alls ekki með meirihluta kjósenda, hvað þá miklum, eins og Brexit-sinnar hafa ranglega fullyrt - það voru aðeins 37% breskra kjósenda, sem studdu Brexit, 35% voru á móti og heil 28% tóku ekki afstöðu.

Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina
Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl.

Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna
Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar.

Þriðja stelpan látin í Southport
Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær.

Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum
Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu.

Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport
Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin.

Tvö börn stungin til bana í Southport
Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega.

Grunaður árásarmaður sautján ára gamall
Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina

Sleit sambandinu með símtali
Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar.

Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi
Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf.

Hugmyndafræðilegur ágreiningur klýfur Murdoch-fjölskylduna
Miklar deilur standa nú innan Murdoch-fjölskyldunnar eftir að ættfaðirinn og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch freistaði þess að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem var stofnaður þegar hann skildi við aðra eiginkonu sína, Önnu Murdoch Mann.

Hræddur um líf eiginkonu sinnar
Harrý Bretaprins vill ekki fara með Meghan Markle aftur til Bretlands. Hann segist vera raunverulega hræddur um líf hennar.

Lögreglumaður traðkaði á höfði manns
Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins.