

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum.
Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel.
Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan sótti nám við Landgræðsluskólann um áhrif beitar á gróðurfar
Böðvar Guðmundsson, sem býr á Selfossi hefur nýlega látið af starfi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Þrátt fyrir að hann sé hættur þá mætir hann áfram í vinnuna af gömlum vana.
Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun.
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu.
Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands.
Molta úr lífrænum úrgangi hefur verið notuð til uppgræðslu í sumar í Krýsuvík og á Norðurlandi.
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey.
Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí en hún var ein merkasta garðyrkjukona landsins.
150 ára afmælishátíð verður haldin í Múlakoti í Fljótshlíð sunnudaginn 26. júlí þar sem fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur verður fagnað en hún var brauðryðjandi í Múlakoti og mikil garðyrkjukona.
Auður er með B.S. gráðu í landfræði, cand. mag gráðu í landfræðilegum upplýsingakerfum og meistaragráðu í forystu og stjórnun.
Sjö stórum trjám var plantað í hádeginu, eitt fyrir hvern áratug sem liðinn er frá opnuninni.
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til.
45 prósent Íslands og 39 prósent beitilands lenda í tveimur verstu ástandsflokkunum í nýju mati sem birt var í dag á ástandi gróðurs og jarðvegs á landinu.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995.
Formaður Bændasamtakanna segist aldrei hafa séð eins margar álftir á túnum Suðurlands, eins og núna í vor. Hann spyr hvernig fari með gróður á hálendinu þegar fuglamergðin haldi þangað til beitar.
Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega.
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala.
Vinir og velunnarar Tómasar Magnúsar Tómassonar komu saman klukkan 17 í dag við Bítlaskóg í Svarfaðardal og vígðu fyrsta Tómasarlund landsins.
Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð.
Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða.
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit.
Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans. Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga.
Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum.
Norðlenska hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur.
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu.
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.
Í þessari þriðju grein minni um tækifærin sem bíða að loknum veirufaraldri langar mig að fara nokkrum orðum um landbúnað, hefðbundinn auk ylræktar kornræktar og skógræktar.
Páll M. Skúlason hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum.