Hjálparstarf

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf
Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Gerist upplýsingafulltrúi UNICEF
Sigurður hefur undanfarin 12 ár starfað sem blaðamaður, fyrst á DV en síðustu ár á Fréttablaðinu.

Bros barnanna og þakklæti bræðir mig á hverjum degi
Þórunn Helgadóttir hefur starfað í Kenía í þrettán ár. Þar rekur hún barnaskóla fyrir fátæk börn og hefur bjargað á annað þúsund í sjálfboðaliðastarfi sínu.

Átakanlegt að sjá alla þessa hrikalegu fátækt
Gunnhildur Gunnarsdóttir starfaði hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér auk þess sem hún er fararstjóri erlendis hjá Vita. Hún stóð á ákveðnum krossgötum, ákvað að láta gott af sér leiða og fór til Þórunnar Helgadóttur í Kenía.

Ferja tvö bretti af hlýjum fötum til barna í Atlasfjöllunum
Katrín Ottesen og eiginmaður hennar Muhammad Hibbi hafa fyllt íbúðina þeirra af fötum sem þau ætla að ferja til Marokkó í byrjun september. Fötin eru ætluð börnum sem búa í þorpinu Amizmizsem í Atlasfjöllunum þar í landi.

Stjórnvöld sýna bágstöddum lítilsvirðingu segir formaður Fjölskylduhjálpar
Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.

Fólk svangt en engar matarúthlutanir
Lokað er bæði hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp langt fram í ágúst. Sú staða er komin upp að fjöldi fólks er matarlaus og hafa fjölmargir leitað til hóps á Facebook. Stjórnendur hans leita allra leiða til að hjálpa fólki.

Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall
Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún.

Fjölskylduhjálp þarf að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts
Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september.

Alþjóðadagur flóttafólks
Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta.

Rauði krossinn leitar upplýsinga um starfsmenn í gíslingu
Rauði krossinn leitar nú upplýsinga um þrjá starfsmenn sem var rænt í Sýrlandi fyrir rúmlega fimm árum síðan.

Úthlutanir fyrir páska færast til
Úthlutanir Fjölskylduhjálpar Íslands færast til um einn dag fyrir páska.

Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum.

Karl bjargaði Samúel og Ísaki frá dauðanum
Karl Jónas Gíslason er fæddur í Eþíópíu þar sem foreldrar hans voru kristniboðar. Seinna fetaði Karl í þeirra fótspor voru hann og konan hans þar á árunum 1992-96 og svo aftur 2007-11.

Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela
Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela.

„Þessi maður verður ævinlega vinur minn“
Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag.

Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík
Guðni Ásgeirsson er skyndihjálparmaður ársins.

Neyðast til að hafna sjálfboðaliðum ár eftir ár
Þetta eru örugglega einhverjir tugir, segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins.

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen
Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.

Markmiðið er matur fyrir tuttugu þúsund börn í Jemen í heilan mánuð
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen lýkur á föstudag. Þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Stefnt er á að safna fyrir mat fyrir 20 þúsund börn.

Jólasveinar í skegg- og hársnyrtingu
Jólasveinarnir styrktu Hjálparstarf kirkjunnar um eina milljón króna

Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði
Konur í Furugerði 1 hafa hist að undanförnu og prjónað um 100 listaverk sem fara öll til Hjálparstarfs kirkjunnar. Upphafskonan fann tvo karla sem kunnu að prjóna en þeir hafa ekki látið sjá sig. Yngsti þátttakandinn er 12 ára.

Ástandið grafalvarlegt í Austur-Kongó
Fjöldi malaríutilfella hefur áttfaldast á milli ára í því fylki Austur-Kongó þar sem næstversti ebólufaraldur sögunnar er skæðastur.

Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum
Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita.

Styrkir hjálparstarf í Palestínu um 35 milljónir
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að bregðast við neyðarástandi í Palestínu með því að styrkja hjálparstarf Rauða hálfmánans í Palestínu og Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) um 35 milljónir króna.

Jemen – Ákall um aðstoð
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu.

Neyðarsöfnun Rauða krossins hafin vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.

Kynntust aðstæðum jafnaldra í Úganda í fermingarfræðslunni
Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu. Fjáröflunin er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna rúmlega átta milljónum króna.

Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu
Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu.

Um fimmtán þúsund börn hjálparþurfi í Palu að mati SOS Barnaþorpanna
SOS Barnaþorpin í Indónesíu hafa sent hóp sérfræðinga til borgarinnar Palu þar sem áætlað er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi og hjálparþurfi eftir flóðbylgjuna sem skall á borginni í lok september.