Danmörk

Fréttamynd

Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt

Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin hafi varpað sprengju í danskt sam­fé­lag

Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið.

Erlent
Fréttamynd

Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir á­varpið

Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Danir senda freigátu í Rauða­hafið

Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen.

Erlent
Fréttamynd

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. ​Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“

Erlent
Fréttamynd

Dönsk börn: Undskyld!

Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð.

Skoðun
Fréttamynd

Mette aldrei verið ó­vin­sælli

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Ó­ska­­mót­herji Orra í sex­tán liða úr­­slitum Meistara­­deildarinnar

Orri Steinn Óskars­son náði þeim merka á­fanga með fé­lags­liði sínu FC Kaup­manna­höfn að tryggja sér sæti í sex­tán liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stór­lið á borð við Manchester United og Gala­tasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu til­teknu stór­liði í sex­tán liða úr­slitunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Grunur um að hinir hand­teknu tengist Hamas

Þýskir saksóknarar fullyrða að þeir þrír sem voru handteknir í Þýskalandi í dag og sá fjórði í Hollandi að beiðni þýskri yfirvalda hafi tengsl við Hamas-samtökin. Þrír til viðbótar voru handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Danmörku. Allir sjö eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á dreng

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið tilkynnti á Instgram í gær að von sé á dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Danir banna kóranbrennur

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Erlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldan í skýjunum með frum­raun Fann­eyjar

Hin 18 ára gamla Fann­ey Inga Birkis­dóttir, stimplaði sig ræki­lega inn í ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta er hún átti stór­leik í sínum fyrsta A-lands­leik. Leik gegn Dönum á úti­velli í Þjóða­deildinni sem endaði með eins marks sigri Ís­lands. Fjöl­skylda Fann­eyjar var á vellinum í Vi­borg og segir faðir hennar, Birkir Ingi­bjarts­son, dóttur sína al­deilis hafa sýnt hvað í sér býr.

Fótbolti