Belgía

Fréttamynd

Laun­dóttir Alberts II orðin prinsessa

Belgíska listakonan Delphine Boël, sem barist hefur fyrir því undanfarin sjö ár fyrir dómstólum að fá það viðurkennt að Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, sé faðir hennar var í dag krýnd sem prinsessa af Belgíu.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni varði hamstra fyrir veirunni

Hamstrar sem hafa verið notaðir sem tilraunadýr í þróun bóluefnis við kórónuveirunni sýkjast ekki af veirunni eftir að hafa verið sprautaðir með bóluefninu.

Erlent
Fréttamynd

Slakað á takmörkunum í Evrópu

Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Eigendur City að kaupa félag Kolbeins

City Football Group, félagið sem á meðal annars Manchester City, er að ganga frá kaupum á belgíska B-deildarfélaginu Lommel en á mála hjá félaginu er Kolbeinn Þórðarson sem og fyrrum leikmaður FH og Breiðabliks, Jonathan Hendrickx.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið Ara Freys á leiðinni í gjaldþrot?

KV Oostende, lið landsliðsmannsins Ara Freys Skúlasonar í belgísku úrvalsdeildinni, er við það að verða gjaldþrota eftir að bandarískir fjárfestar, Pacific Media Group, hættu við að kaupa félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimilis­köttur í Belgíu greindur með kórónu­veiruna

„Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrum leikmaður Man Utd með kórónuveiruna

Marouane Fellaini, fyrrum miðjumaður Manchester United á Englandi, hefur greinst með kórónuveiruna en hann spilar nú í Kína. Er hann fyrsti leikmaður deildarinnar þar í landi sem greinst hefur með veiruna.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk Michelin-stjörnu á afmælisdaginn sinn

Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelin-stjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa stað

Lífið