Úsbekistan

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum
Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna.

Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum
Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel.

Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov
Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum.

Missir af sínum fyrstu Ólympíuleikum síðan 1992
Oksana Chusovitina, fimleikakona frá Úsbekistan, verður ekki með á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir síðan 1992 sem hún missir af.

Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu
Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd.

England tapaði fyrir Úsbekistan
Margir ráku eflaust upp stór augu þegar þeir sáu úrslitin í leik Englands og Úsbekistans í sextán liða úrslitum á HM U-17 ára í fótbolta karla sem fer fram í Indónesíu.

Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða
Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil.

Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum.

Pútín og Xi ávarpa leiðtogafund í Úsbekistan
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping leiðtogi Kína munu ávarpa leiðtogafund, sem fer fram í Úsbekistan í dag.

Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum
Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíuleikana
Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona.

Keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum fimm árum áður en Simone Biles fæddist
Fimleikakonan Oksana Chusovitina kvaddi í gær eftir að hafa lokið keppni á sínum áttundu Ólympíuleikum. Hún ætlar nú að einbeita sér að því að vera eiginkona og mamma.

„Námið á Íslandi opnaði augu mín fyrir nýjum lausnum“
Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan sótti nám við Landgræðsluskólann um áhrif beitar á gróðurfar

Fólk í Vanúatú og Úsbekistan í íslenskum landsliðsfatnaði
Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið.

Ellefu starfsmenn síberískrar sögunarverksmiðju létu lífið í bruna
Líkamsleifar ellefu manna hafa fundist í húsnæði sem varð eldi að bráð í grennd við sögunarverksmiðju í Síberíu í Rússlandi.

Sautján látnir eftir árás í Tadsíkistan
Sautján manns hið minnsta eru látnir eftir að árás var gerð á landamærastöð á landamærum Tadsíkistans og Úsbekistans í morgun.

Missti Ólympíugullið sitt sjö árum eftir að hann fékk það um hálsinn
Nýja tæknin í lyfjaprófum er búin að taka tvö Ólympíugull af Artur Taymazov en hann á samt eitt eftir sem verður aldrei tekið af Úsbekanum.

Unnu handboltaleik 93-0
Ótrúlegar tölur sáust í IHF-bikarnum.

43 ára fimleikakonan sem var hársbreidd frá verðlaunum á HM
Oksana Chusovitina er ekki verðlaunaðasti fimleikamaður heims og nafn hennar ratar ekki í fyrirsagnirnar mót eftir mót. Saga hennar er hins vegar ein sú magnaðasta í fimleikaheiminum.

Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð
Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra.

Rýmri löggjöf um fóstureyðingar í Úsbekistan en á Íslandi
Írar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa fóstureyðingar en þær eru enn víða bannaðar eða takmarkaðar, meira að segja á vesturlöndum og meira að segja á Íslandi. Á blaði er rýmri löggjöf um þessi mál í Úsbekistan og Mósambík en hér á landi.

Krefjast ævilangs fangelsis yfir Akilov
Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra.

Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið
Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag.

Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“
Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn.

Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk
Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu.

Maðurinn grunaður um árásina í New York segist saklaus
Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir.

Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum
Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm.

Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber
Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær.

Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk.

Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn
Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum.