Grindavík

Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur
Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar munu opna að fullu aftur í Grindavík mánudaginn 10. mars.

Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum
Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála.

Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust
Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega.

Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar
Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars.

Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum lauk í síðustu viku rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík þann 10. janúar í fyrra. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings í málinu að sögn Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Málið er nú á borði héraðssaksóknara.

Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“
„Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil.

Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur.

Vont veður geti stytt tíma til rýmingar
Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga.

Um hundrað manns dvelja í Grindavík
Hættustigi hefur verið lýst yfir á vegna vaxandi líkna á eldgosi. Um hundrað manns dvelja nú í Grindavík og er þar aukinn viðbúnaður.

„Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur með hugarfar og orkustig leikmanna sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í leik liðanna í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Jóhann Þór segir að lægðin sem hafi látið á sér kræla í nóvember sé enn til staðar hjá liðinu.

Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“
Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing.

Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“
Grindvíkingar hafa blásið í herlúðra í Bónus deildinni í körfubolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leikmanna. Einn þeirra er fyrrverandi NBA leikmaður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafsson, segir pirring hafa gert vart um sig í leikmannahópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.

Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli
Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út ásamt öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur.

Mikil hálka þegar banaslysið varð
Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða.

„Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“
Erlendu leikmenn Grindavíkur, og þá sérstaklega DeAndre Kane, reyndust mikilvægir í öllum þeim áföllum sem dundu á bæjarbúum síðasta vetur.

„Karfan er æði en lífið er skítt“
„Mig langar bara að segja bless til þess að ljúka þessum kafla,“ segir Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir í nýjasta þættinum af Grindavík, þar sem henni er fylgt í kveðjuheimsókn á heimili sitt í Grindavík.

Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti
Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu.

Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík
Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar.

„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“
Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi.

„Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“
Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það.

Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag
Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar.

Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar
Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu.

Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra
Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári.

Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“
Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga.

Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“
Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín.

Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“
„Einangrunin er að setjast inn. Öll rútína daglegs lífs er farin út um gluggann. Það er ekkert að gera nema hugsa og hafa áhyggjur af öllu saman,“ segir í dagbók Karitas Nínu Viðarsdóttur.

Hætta leitinni í Meradölum
Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun.

Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn.

Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki”
„Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“

Landris heldur áfram á stöðugum hraða
Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða og því áframhaldandi kvikusöfnun. Síðasta eldgos á svæðinu var það annað stærsta frá því í desember í fyrra en í gær 18. desember var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í atburðarrásinni á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Hættumat gildir að óbreyttu til 2. janúar 2025.