Reykjavík

Fréttamynd

Sex milljarða króna tálsýn

Ríkisútvarpið greindi nýlega frá því að flutningur á starfsemi Borgarskjalasafnsins yfir til Þjóðskjalasafnsins sparaði Reykjavíkurborg heila sex milljarða króna á næstu sjö árum. Vísaði ríkisfjölmiðillinn til orða Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem aftur vísaði til kostnaðargreiningar sem KPMG vann fyrir Reykjavíkurborg.

Klinkið
Fréttamynd

Í góðum gír að ónáða gesti

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði

Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 

Innlent
Fréttamynd

Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum

Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Smá­hýsin fimm komin upp í Laugar­dal

Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn.

Innlent
Fréttamynd

Heilsu­gæslu skellt í lás

Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“

Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans.

Innlent
Fréttamynd

Að komast til sjálf síns

Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltakið. En lífið er bara ekki svona einfalt. Sjúkdómar, slys og margt fleira í lífinu getur getur komið vel meinandi gæfusmið á þann stað að viðkomandi er algjörlega uppá aðra kominn.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir handteknir eftir stunguárás í Mathöll Höfða

Fjórir hafa verið handteknir eftir hnífstungu á Höfða í dag og einn fluttur á slysadeild eftir stunguárás. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir að tilkynning barst, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan leitar að manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að manninum á myndunum hér fyrir ofan. Lögreglan vill ná tali af honum. 

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm þúsund bækur á fjórum dögum

Bækur flæða um húsakynni Knattspyrnusambands Íslands þar sem bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda fer nú fram. Nú þegar hafa selst 25.000 bækur á fjórum dögum. Stefnan er sett á hundrað þúsund.

Menning
Fréttamynd

Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjöl­skyldum í miðju vetrarfríi

Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í rusli fyrir framan hús í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu milljónir á ári fyrir nætur­strætó

Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Stór­sér á Vestur­bænum eftir skemmdar­varginn

Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­laus ók lyftara á bíl

Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Um endurskoðun samgöngusáttmálans

Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið.

Skoðun
Fréttamynd

Kyrrstaðan niðurstaðan?

Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“

Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Innlent
Fréttamynd

Brúnni lokað og bræður læstir inni

Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Um­deildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur veru­lega

Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent