
Reykjavík

Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli
Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“.

Til greina kemur að setja kvóta á rástímana
Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu.

Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum
Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn.

Tveir sautján ára í ofsaakstri
Lögregluþjónar mældu bíl á 160 kílómetra hraða á Miklubrautinni á öðrum tímanum í nótt en hámarkshraði þar er 80 kílómetrar á klukkustund. Þegar bíllinn hafði verið stöðvaður reyndist ökumaður hans sautján ára gamall.

Sýndi ógnandi hegðun þegar honum var sagt að nota andlitsgrímu
Einstaklingur sem vildi ekki sinna grímuskyldu í verslun í Breiðholti fyrr í dag sýndi starfsmönnum ógnandi hegðun þegar þeir reyndu að ræða við hann. Þegar lögregla kom á staðinn var hann farinn af vettvangi en fannst þó skammt frá.

Sýknaður af bótakröfu fyrir gáleysi á Bitruhálsi
Landsréttur hefur staðfest eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 64 ára karlmanni sem sýndi af sér gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017.

Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar
Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu.

Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið
Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87.

Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu.

Sigríður Andersen sækist eftir öðru sæti: „Frelsi gegn helsi“
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún er nú fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða
Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog.

Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða
Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska.

Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna
Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins.

Töluvert tjón eftir að eldur kom upp við Haðarstíg
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í heimahúsi við Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur.

Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna.

Fá boltavelli í stað gamals og ónýts húss
Framkvæmdir eru hafnar á lóð Vesturbæjarskóla, þar sem leggja á fótbolta- og körfuboltavöll í sumar.

Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju
Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar.

Tryggingatrampólínið fékk að fjúka
Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári.

Grunaður um akstur undir áhrifum og laug til um nafn
Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns.

Fisvélar sveimuðu yfir höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi fisvéla sveif yfir höfuðborgarsvæðinu í þyrpingu á ellefta tímanum í kvöld en um var ræða hópflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur.

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi.

Innlendir og erlendir sérfræðingar miðla þekkingu sinni á Reykjavík Cocktail Weekend
Þessa viku fer fram sérstök mini útgáfa af Reykjavík Cocktail Weekend en í ár er hátíðin í formi netráðstefnu.

Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla.

Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“
Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn.

Átök og eldræða í borgarstjórn: „Sjálfstæðisflokkurinn er kýli á samfélaginu“
Átök brutust út á fundi borgarstjórnar í kvöld þegar rætt var um nýbirtan ársreikning Reykjavíkurborgar. Mikil spenna var milli fulltrúa minnihluta og meirihluta þar sem þeir fyrrnefndu gagnrýndu harðlega rekstrarniðurstöðu borgarinnar.

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í Hjartagarðinum í byrjun júlí
„Breytingar hafa gengið mjög vel. Við fengum hann Leif Welding til að hjálpa okkur með hönnunina á staðnum og útkoman er virkilega skemmtileg. Staðurinn verður mjög hlýr, líflegur og spennandi. Við erum búnir að flytja inn nokkra gáma af gróðri, stólum og fullt af leikmunum sem gefa staðnum skemmtilegan karekter,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður í samtali við Vísi.

Sinubruni á Laugarnesi
Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra.

Sjáðu þegar Valsmenn fengu Íslandsmeistarabikarinn loks afhentan
Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu fengu titilinn loks afhentan í dag, á 110 ára afmæli félagsins. Sex mánuðum eftir að liðið tryggði sér sigur í Pepsi Max deild karla.

Katrín ánægð með að hafa ekki fundið fyrir stungunni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var bólusett fyrir kórónuveirunni í Laugardalshöllinni klukkan 13 í dag. Katrín var bólusett með bóluefni Pfizer.

Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu
Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár.