Dalabyggð

Vegagerð á villigötum
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað.

Baldur kaupir félagsheimilið á Fellsströnd
La Dolce Vita ehf., félag í eigu Baldurs Ingvarssonar hefur fest kaup á félagsheimilinu að Staðarfelli á Fellsströnd af sveitarfélaginu Dalabyggð, Kvenfélaginu Hvöt og Ungmennafélaginu Dögun. Baldur hefur starfað sem staðarhaldari á Staðarfelli.

DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið
Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð.

Fasteignasali vildi fleiri milljónir en fékk 315 þúsund krónur
Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið sýknað að mestu leyti af kröfum fasteignasala vegna vinnu við sölu á Laugum í Sælingsdal, sem byggðarráð þess hætti við árið 2017. Fasteignasalinn krafðist sjö milljóna króna en honum voru dæmdar 315 þúsund krónur.

Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins
Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið.

Þreytt á Krambúðinni í anddyri Vestfjarða
Sveitarstjóri Dalabyggðar segist vera ósáttur við svör Samkaupa um rekstur verslunar í Búðardal. Sveitarstjórn hefur skorað á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Forsvarsmenn Samkaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitarstjórn á miðvikudag.

Faðir ráðherra og föðurbróðir svara fyrir sig á heimasíðunni Hrútar
Bræðurnir Daði og Valdimar Einarsson hafa komið á fót heimasíðunni Hrútar. Þar vilja þeir koma á framfærum sjónarmiðum sínum um áralangar fjölskyldudeilur sem hverfst hafa um jörðina Lambeyrar undanfarna mánuði.

Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal
Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum.

Ójafnt er gefið
Fimmtudaginn 7. september sl. sátu fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi fund með Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis þar sem umræðuefnið voru drög að Samgönguáætlun sem verður til umræðu á komandi þingvetri. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og fengu Alþingismenn kjördæmisins skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á.

Neitar að tjá sig um meint innbrot á Lambeyrum
Barnamálaráðherra neitar að tjá sig um meint innbrot hans á jörðinni Lambeyrum og segir fyrri yfirlýsingu standa. Hann segist ekki hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu í málinu.

Saka föðurbróður sinn um töskuþjófnað og hættulega ákeyrslu
Þrjár systur saka föðurbróður sinn um að hafa keyrt á föður þeirra á dráttarvél síðastliðinn föstudag. Þá hafi hann neitað að skila föður þeirra tösku sem hafi orðið eftir á heimili hans.

Alvarlegt vinnuslys við heyskap í Dölunum
Alvarlegt vinnuslys átti sér stað á Vesturlandi á laugardag þegar kona slasaðist illa við heyskap í Dölum. Konan er ekki sögð í lífshættu.

Vegir liggja til allra átta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir.

Heimsókn á Lambeyrar: „Lögreglan neitaði að koma“
Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hún biðlar til lögreglunnar að sinna vinnunni sinni.

Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum
Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess.

Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi.

Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“
Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega.

Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi
Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið.

Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“
Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau.

Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði
Ástæðan fyrir því að veiðimenn leggja á sig 2 tíma keyrslu og rúmlega það til að kasta flugu fyrir sjóbleikju í Hraunsfirði eru augljósar.

Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm
Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð.

Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi
Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir.

„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“
Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma.

Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna
Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna.

Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu
Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið.

„Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“
Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir.

Eyjaklasi á Breiðafirði falur
Eyðibýlið Emburhöfði á Breiðafirði er til sölu. Um er að ræða fjögurra eyja klasa auk fasteigna og lausafjár, þar á meðal eru útungunarvélar og lítill bátur.

Fann harðgerðar kindur sínar sem höfðu verið á kafi í snjó í tvo sólarhringa
„Þær eru í toppstandi. Mjög harðgerðar kindur,“ segir Bjarni Hermannsson, bóndi á Leiðólfsstöðum í Laxárdal, austur af Búðardal í Dalabyggð, sem fann þrjár kindur sínar á kafi í snjó á fjalli skammt frá bænum skömmu fyrir jól.

Áskorun til matvælaráðherra
Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt.

Jólakveðja matvælaráðherra
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda).