Strandabyggð

Minnstu sparisjóðirnir sameinast
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs.

Sameiningarhugur á Vestfjörðum
Nokkur sveitarfélög og hreppir á Vestfjörðum hyggjast efna til óformlegra sameiningarviðræðna. Fulltrúar tveggja sveitarfélaga segja að í framtíðarsýn Vestfjarða séu færri sveitarfélög. Þeir telja að málið verði mikið rætt í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Slökktu gróðurelda á Ströndum með aðstoð þyrlu
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna gróðurelda í Þjóðbrókargili í Selárdal á Ströndum. Slökkvistörf gengu vel og búið var að slökkva eldinn á áttunda tímanum.

Klúðursleg rannsókn lögreglu leiddi til sýknu skipstjóra
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir brot á siglingalögum með því að hafa sýnt af sér gáleysi í starfi sínu sem skipstjóri þegar hann sigldi bát upp í grjótgarð nærri höfninni í Hólmavík. Dómari taldi mikla ágalla á rannsókn lögreglu á málinu.

Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum.

Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar.

Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í gær þrjár beiðnir sveitarstjórnarfulltrúa um lausn frá störfum. Áður höfðu tveir fulltrúar beðist lausnar.

Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp
Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu.

Hreinsaður af ásökunum eiginkonu sveitarstjórans
Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar.

Grunur um að fiskar úr landeldi hafi komist í sjó
Í byrjun mánaðar varð strok laxfiska úr landeldisstöð Háafells á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Leituðu á stóru svæði en fundu ekki fleiri hvítabirni
Engir hvítabirnir fundust við leitarflug Landhelgisgæslunnar yfir Vestfirði í dag. Lögreglustjóri segir menn nú hafa leitað af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, eftir að ung birna var felld á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag.

Keypti miða á Hólmavík og vann níu milljónir
Miðaeigandi í Lottói kvöldsins vann rúmar 8,9 milljónir í kvöld, en hann var sá eini sem hlaut fyrsta vinning. Miðann keypti hann í Krambúðinni á Hólmavík.

Flutningabíll með tengivagn fauk út af nærri Hólmavík
Einn var fluttur til aðhlynningar læknis á Hólmavík í gær eftir að flutningabíll með tengivagn valt vegna mikils hvassviðris í um kílómetra fjarlægð frá Hólmavík. Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn segir ökumanninn hafa verið með minni háttar meiðsl.

Hrútaþukl á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum
Það verður mikið um að vera á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í dag því þar fer fram Íslandsmeistaramót í hrútadómum. Keppt verður í tveimur flokkum, vanra hrútaþuklara og óvanra þuklara.

Auknar líkur á skriðuföllum um helgina
Auknar líkur eru á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir verslunarmannahelgina samkvæmt ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands.

Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu við Þiðriksvallavatn
Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var boðuð út í dag klukkan hálf eitt eftir að ferðafólk sem var á göngu inn með Þiðriksvallavatni, inn af Hólmavík, óskaði eftir aðstoð.

Fastir bílar loka Steingrímsfjarðarheiðinni
Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er ófær sem stendur.

„Veturinn er bara biðtími eftir sumrinu, því þarna var lífið“
Drangar á Ströndum er einn afskekktasti bær landsins. Það eru aðeins tvær leiðir til að komast á bæinn, siglandi á báti eða gangandi yfir fjöllin sem umlykja bæinn.

„Við viljum fá lista yfir glæpi okkar“
Sveitarstjórn Strandabyggðar á Vestfjörðum telur sig ekki hafa forsendur til að hlutast til um mál þar sem eiginkona sveitarstjórans sakar fyrrverandi sveitarstjórnarmann um að hafa dregið sér tugi milljóna á síðasta kjörtímabili. Innviðaráðuneytið beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að svara bréfum vegna málsins.

Hver vill villu ömmu Villa Vill?
Gamalt og fallegt steinhús við botn Ísafjarðardjúps, þekkt sem Kastalinn er til sölu. Um er að ræða 94 fermetra hús á tveimur hæðum sem var reist árið 1928. Eignin stendur á 2500 fermetra lóð. Á lóðinni er 72 fermetra geymsluhús sem er hálfhrunið.

Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum
Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum.

Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lillaróló
Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló.

Þrisvar reitt til höggs
Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli.

Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum
Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins.

Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar
Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári.

Ein hópuppsögn tilkynnt í júní
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júní þar sem nítján starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2023.

Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni
Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp.

Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð
Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp.

Sláandi munur á risarækjum sem kostuðu jafnmikið
Eyþór Jóvinsson, bóksali, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann vakti athygli á sláandi mun á tveimur risarækjuréttum sem hann borðaði. Réttirnir kostuðu báðir 3500 krónur en munurinn á framsetningu og bragði var gífurlegur.