Skattar og tollar

Fréttamynd

130 milljarða halli á ríkissjóði

Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára

Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Kvik­myndarisar bíði eftir aukinni endur­greiðslu

Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svínað á neyt­endum

Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.

Innherji
Fréttamynd

Jarðboranir fá 155 milljóna króna reikning frá Skattinum

Ríkisskattstjóri tilkynnti Jarðborunum í síðasta mánuði um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda fyrir árin 2017 til 2020 vegna viðskipta við hollenska dótturfélag sitt Heklu Energy BV. Standi sú ákvörðun Skattsins þá mun tekjuskattur og álag Jarðborana vegna þessa tímabils hækka um 155 milljónir króna.

Innherji
Fréttamynd

Sektaður um 125 milljónir fyrir skatt­svik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Skamm­tíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neyt­endur

Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði.

Skoðun
Fréttamynd

Aftur snúinn með útúrsnúning – Íhaldinu veitt aðhald

Það er ákveðin lenska hér á landi að véfengja ekki mikið það sem stjórnmálamenn segja. Það er þó aðeins að breytast. En oft á tíðum er nóg að fullyrða að hlutir séu á einn veginn og þá er það einfaldlega samþykkt, amk ekkert verið að reka annað framan í fólk. 

Skoðun
Fréttamynd

Út­úr­snúningar pírata af­þakkaðir

Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Skatta­stefna Reykja­víkur­borgar er partur af at­vinnu­stefnunni

Ný atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarstjórn fyrr í vikunni. Í henni eru ýmsir góðir punktar. Stefnan er m.a. byggð á niðurstöðum samráðs við fyrirtæki í borginni og samtök þeirra. Á þeim fundum komst til skila – og rataði meira að segja inn í plaggið – að tortryggni og vantraust ríkir á milli atvinnulífs og borgaryfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla

Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna.

Innherji
Fréttamynd

Ríkis­skatts­biskup Ís­lands

„Aðeins tvennt er í lífinu öruggt, annars vegar dauðinn og hins vegar skattarnir.” Svo hljómar orðskviður sem hefur verið eignaður ýmsum karlkyns Könum frá átjándu og nítjándu öld. Það má vel vera sannleikur í þessum orðum, þótt okkur þyki vafalaust ýmislegt fleira eiga heima í þessari upptalningu og heyrum óþægilega oft af þeim sem ná að safna auð án þess að greiða sitt til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs

Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkum fast­eigna­gjöld tafar­laust

Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði.

Skoðun