Danski boltinn

Fréttamynd

Tvenna Orra Steins dugði ekki og titil­vonir FCK úr sögunni

Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi á skotskónum í ó­trú­legum leik

Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Hélt upp á landsliðsvalið með marki

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hélt upp á það að vera valin í íslenska A-landsliðið í fótbolta með því að skora í stórsigri Nordsjælland á Næstved, 2-10, í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við

Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB.

Fótbolti
Fréttamynd

Lygi­leg topp­bar­átta í Dan­mörku

Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“

„Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyng­by,“ sagði Freyr Alexanders­­son, fyrr­verandi þjálfari Lyng­by í kímni og hló svo dátt í kjöl­farið að sögn blaða­­manns Tips­bladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í mögu­­leg fé­lags­­skipti Andra Lucasar Guð­john­­sen frá Lyng­by til belgíska úr­­vals­­deildar­­fé­lagsins Gent sem virðist ná­lægt því að kaupa ís­lenska lands­liðs­fram­herjann.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas fékk kanilstykki í verð­laun

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrenna Orra Steins hélt titil­vonum FCK á lífi

Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti