Erlendar

Fréttamynd

Mayweather Jr. er tilbúinn að mæta Pacquiao

Góður möguleiki er fyrir hendi að draumabardagi margra hnefaleikaunnenda verði að veruleika ef marka má nýlegt viðtali við hinn ósigraða Floyd Mayweather Jr. þar sem hann kveðst reiðubúinn að mæta nýkrýndum WBO-veltivigtarmeistara Manny „Pac-Man“ Pacquiao í hringnum.

Sport
Fréttamynd

Roach: Cotto verður pottþétt rotaður

Freddie Roach hnefaleikaþjálfari er sannfærður um að skjólstæðingur sinn Manny „Pac-Man“ Pacquiao muni vinna WBO-titilbardaga sinn í veltivigt gegn núverandi meistaranum Miguel Cotto.

Sport
Fréttamynd

NFL: Colts og Saints enn ósigruð

Indianapolis Colts og New Orleans Saints eru enn með fullkominn árangur í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. Bæði lið máttu þó hafa fyrir hlutunum í gær.

Sport
Fréttamynd

Phillies svaraði fyrir sig

Fimmti leikurinn í úrslitarimmu Philadelphia Phillies og New York Yankees um bandaríska meistaratitilinn í hafnabolta fór fram í nótt. Yankees hefði tryggt sér titilinn með sigri en Phillies náði að svara fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð og vann, 8-6.

Sport
Fréttamynd

Favre sigraði í endurkomunni til Green Bay

Augu bandarískra íþróttaáhugamanna voru öll í Green Bay í gær. Þá snéri Brett Favre aftur á sinn gamla heimavöll og að þessu sinni í búningi nágrannaliðsins, Minnesota Vikings.

Sport
Fréttamynd

Murray: Agassi er enn hetjan mín

Breski tenniskappinn Andy Murray segir að Andre Agassi sé enn hetja í sínum augum þó svo að sá síðarnefndi hafi greint frá eiturlyfjanoktun sinni.

Sport
Fréttamynd

Yankees með pálmann í höndunum

New York Yankees er komið með 3-1 forystu í úrslitaeinvígi liðsins gegn Philadelphia Phillies um bandaríska meistaratitilinn í hafnabolta.

Sport
Fréttamynd

Serena hafði betur í úrslitaleik gegn systur sinni

Það var vel við hæfi að systurnar sigursælu Serena og Venus Williams frá Bandaríkjunum myndu reka lokahöggið á tennistímabilið þegar þær mættust í úrslitaleik á Sony Ericsson mótinu í Doha í Katar í dag.

Sport
Fréttamynd

Leik Dinamo Kiev og Inter frestað útaf svínaflensu?

Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út að verið sé að vinna í því að fresta leik Dinamo Kiev og Inter sem fara á fram í Meistaradeild Evrópu á næstkomandi miðvikudag vegna mikillar útbreiðslu svínaflensunar í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Pac-Man þurfti að flýja fellibyl í undirbúningi sínum fyrir Cotto

Hnefaleikaþjálfarinn Freddie Roach hefur staðfest að skjólstæðingur sinn Manny „Pac-Man“ Pacquiao sé kominn heilu og höldnu til Los Angeles til þess að klára síðustu tvær vikurnar í undirbúningi sínum fyrir bardagann við Miguel Cotto um WBO-veltivigtarbeltið 14. nóvember.

Sport