Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“

Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið.

Innlent
Fréttamynd

Bónus lengir opnunar­tíma og gefur grísnum yfir­halningu

Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

At­lants­olíu bannað að full­yrða um „chea­pest gas stop“

Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“.

Neytendur
Fréttamynd

Vilja láta banna „njósna­aug­lýsingar“

Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósna­aug­lýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum.

Innlent
Fréttamynd

Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra

„Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna.

Innlent
Fréttamynd

Rándýrt að auglýsa í Reykjavík

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar.

Viðskipti innlent