Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi.

Verulegur hluti sjálfstæðismanna efast um réttmæti aðgerða
Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt eins mikil óeining á þingi um réttmæti harðra samkomutakmarkana. Flestir þingmenn sem eru á móti þeim tilheyra flokki Sjálfstæðismanna og Viðreisnarmenn hallast í sömu átt.

Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun
Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann.

„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“
Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum.

Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum
Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu.

Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leikskóla
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins.

„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“
Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19.

Starfsemi Vesturbæjarlaugar lömuð vegna faraldursins
Vesturbæjarlaug lokar klukkan tvö í dag vegna mönnunarvanda.

Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum
Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt.

Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima
Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann.

Ættum að draga okkur inn í skel til að halda atvinnulífinu gangandi
Allar hugmyndir um að veita atvinnurekendum vald til að kalla fólk í sóttkví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Almannavarnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið atvinnulífinu á floti næstu vikur á meðan metfjöldi Íslendinga er í einangrun og sóttkví.

Búa sig undir að taka á móti fjölda erlendra verkamanna
Hundrað herbergi bætast við farsóttarhúsin í dag þegar tekið verður yfir restina af Icelandair Hotel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Í kringum hundrað einstaklingar eru á biðlista eftir að komast í einangrun á farsóttarhúsi. Reiknar forstöðumaður með að tæma fyrirliggjandi lista en að fleiri sæki í húsin eftir sýnatöku í dag.

„Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það“
Sóttvarnalæknir segir ekkert við ástandið í faraldrinum gefa ástæðu til að ráðast í afléttingar. Hlutfall óbólusettra á meðal alvarlega veikra er mjög hátt.

795 greindust innanlands í gær
795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent.

Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid-19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því.

Óbólusetti fíllinn í herberginu
Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga.

Covid-19-sjúklingum á Landspítala fjölgar milli daga
25 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 og fjölgar um þrjá milli daga. Fjórtán þeirra eru bólusettir og ellefu óbólusettir.

Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt
Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu.

Aflýsa sýnatökum vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst.

Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu
Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku.

Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid
Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“

Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds
Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst.

Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“
Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju.

Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun
„Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi.

Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum.

Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi.

Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda
Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar.

Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi
Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku.

Sjö af átta með Covid-19 á gjörgæslu óbólusettir
Tuttugu og tveir eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Átta eru á gjörgæslu en sex þeirra eru í öndunarvél.

Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum
Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun.