Valur

Fréttamynd

Upp­selt á úr­slita­leik KR og Vals

Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Körfubolti
Fréttamynd

Joshua: Orka og undir­búningur skiluðu þessum sigri

Joshua Jefferson er í því hlutverki að koma inn af bekknum í liði Vals eins og staðan er núna en hann heldur betur skilaði frábæru framlagi í sigri Vals á Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarsins. Joshua skoraði 20 stig og Valur vann mínúturnar hans með 21 stigi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er bara einn titill eftir“

Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 67-91 | Frá­bærir Vals­menn rúlluðu yfir Kefla­vík á leið sinni í bikarúrslit

Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur í úr­slit eftir víta­spyrnu­keppni

Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Króknum á Hlíðar­enda

Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Betri ára yfir okkur“

„Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26.

Handbolti
Fréttamynd

Skiptir úr sál­fræðinni í Duolingo

„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Kári: Bara negla þessu niður

Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar.

Körfubolti