HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi

Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag.

Elín Metta og Berglind Rós koma inn í landsliðið
Framherjinn Elín Metta Jensen er leikfær á ný og kemur inn í íslenska landsliðið fyrir tvo heimaleiki íslensku stelpnanna í undankeppni HM.

Stóðu í skugganum en tæpar tvær milljónir sáu þær mæta Íslandi
Einn af vitnisburðum þess hvernig knattspyrnu kvenna hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum er snaraukinn áhugi Hollendinga á kvennalandsliði sínu sem mætti Íslandi í vikunni.

Amanda mætti enn skipta um landslið
Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni.

Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti.

Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið
Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg.

Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti
Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld.

Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast.

Þorsteinn: Við fórum hugrökk inn í þennan leik og ætluðum að þora
Landsliðsþjálfarinn sá jákvæða hluti í leik íslensku stelpnanna í kvöld og það vantaði oft lítið upp á að fá meira út úr lofandi sóknum liðsins.

Sveindís: „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur“
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum svekkt eftir 2-0 tap liðsins gegn Hollendingum á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir þó að hún hafi séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins.

Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap.

Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik
Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld.

Tékkar fóru létt með Kýpur í íslenska riðinum
Tékkar unnu afar sannfærandi 8-0 sigur þegar að liðið tók á móti Kýpur í undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag. Liðin leika í C-riðli með Íslendingum.

Þorsteinn um mótherja kvöldsins: Þetta er gott sóknarlið
Nú er komið að fyrsta stóra prófinu hjá landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni sem stýrir sínum fyrsta keppnisleik í kvöld á móti Evrópumeisturum Hollands.

Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar
Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur.

Þurfti að þykjast vera strákur til að fá að spila með
Það hefur mikið breyst síðan að nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta var að stíga sín fyrstu skref.

Hverjar mæta Evrópumeisturunum í roki og rigningu í kvöld?
Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld í leik sem gæti ráðið miklu um möguleika íslenska liðsins á að komast í fyrsta sinn á HM kvenna í fótbolta. Þorsteinn Halldórsson getur teflt fram sterku byrjunarliði.

„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi.

„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“
Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld.

Svona var blaðamannafundurinn fyrir Hollandsleikinn
Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2023.

„Fáum meira pláss á Íslandi“
Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun.

Jafnt hjá Hollendingum og Tékkum í riðli Íslands
Hollendingar tóku á móti Tékkum í C-riðli undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í kvöld. Liðin leika með íslensku stelpunum í riðli, en lokatölur urðu 1-1.

Hvít-Rússar með stórsigur gegn Kýpur í riðli Íslands
Hvíta-Rússland og Kýpur áttust við í C-riðli í undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag. Liðin eru með íslensku stelpunum í riðli, en það voru Hvít-Rússar sem unnu öruggan 4-1 sigur.

Glódís Perla um lífið hjá Bayern: Skipti úr gervigrasliðinu yfir í grasliðið
Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er mjög ánægð með allar aðstæður og alla umgjörð hjá Bayern München en hún gekk til liðs við þýska stórliðið í sumar.

Foreldrar Maríu sáu hana spila tímamótalandsleik
María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United, lék sinn fimmtugasta landsleik þegar Noregur vann 10-0 sigur á Armeníu í undankeppni HM 2023 í gær.

Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann
Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema.

Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna
Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu.

Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims.

Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM.