
LungA

Óvænt að heyra að fólkið á LungA hafi alist upp við Hjaltalín
Hljómsveitin Hjaltalín kom fram sem síðasta atriði síðustu LungA-tónlistarhátíðarinnar sem fór fram núliðna helgi eftir langt hlé hljómsveitarinnar. Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, segir tækifærið hafa komið á hárréttum tíma og útilokar ekki að hljómsveitin komi fram að nýju.

Komið að endalokum eftir 25 ár
Listahátíðin Lunga fer nú fram á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir tuttugu og fimm ára farsæla sögu. Skipuleggjendur segja tímamótin einkennast af trega og gleði í bland. Lokakvöld hátíðarinnar fer nú í hönd, þar sem haldnir eru stórtónleikar í tilefni endalokanna. Líf og fjör var á Seyðisfirði síðdegis og hátíðargestir greinilega spenntir fyrir kvöldinu.

Gleði og sorg í bland á síðasta LungA
Lista- og tónlistarhátíðin LungA fer fram um helgina á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir 25 ár. Veðrið leikur við gesti og spennandi kveðjudagskrá er í vændum. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það tregafullt en fallegt að kveðja.

Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA
Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár.

Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið
Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk.

Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar
Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti.

Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina
Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp.

Pussy Riot kemur fram á LungA
Rússneski lista- og andófshópurinn Pussy Riot mun koma fram á listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í júlí.

Þarf í nýtt húsnæði vegna skriðuhættu
Ekki er hægt að halda áfram starfsemi LungA-lýðskólans í húsnæði þess að Strandavegi 13 á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og er því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði.

LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar
LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni.

Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun
Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er.

Tveir smitaðir á Seyðisfirði þar sem hátíðin LungA fór fram um helgina
Tveir hafa greinst smitaðir á Seyðisfirði síðustu daga en listahátíðin LungA fór fram í bænum um helgina.

LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir
Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram.

Biðla til fólks að fara varlega á stórum mannamótum fram undan
Búist er við mikilli mannmergð á Austurlandi næstu tvær vikur enda fara þar fram þrjár stórar bæjarhátíðir. Aðgerðastjórn vegna Covid-19 á Austurlandi hefur því biðlað til fólks að fara varlega og huga að persónubundnum smitvörnum.

Afmælisfögnuði LungA frestað fram á næsta ár
Listahátíðinni LungA á Austurlandi sem átti að fara fram í júlí hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar.

Skemmtu sér vel á LungA þótt rigndi alla helgina
Að sögn Bjartar voru stórtónleikarnir á LungA á föstudags- og laugardagskvöld þeir fjölmennustu frá upphafi.

Brjáluð flottheit á LungA 2019
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika.

Tilkynna fyrstu sveitirnar sem koma fram á LungA
Fyrstu hljómsveitirnar hafa verið staðfestar sem koma fram á LungA þriðju helgina í júlí í Norðursíld á Seyðisfirði.

LungA á Seyðisfirði gekk heilt yfir vel að sögn lögreglu
Tvö fíkniefnamál komu upp þar sem neysluskammtar voru gerðir upptækir og þá voru tvær líkamsárásir tilkynntar til lögreglu.

Lunga nær hámarki um helgina
Listahátíðin er haldin í fimmtánda skiptið í ár.

Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið
Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu.

Stórir styrkir til Barnaverndarstofu og LungA Skólans
Í dag voru undirritaðir samningar milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa Barnaverndarstofu annarsvegar og fulltrúa LungA skólans á Seyðisfirði hinsvegar.

LungA haldin í tíunda skipti
Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti.

Treystir á gott veður í ár
Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt.