Handbolti

Fréttamynd

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld

Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar slitu sig frá Sel­fyssingum með fimm marka sigri

Haukar lögðu Selfoss 35-30 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Sigurinn þýðir að nú er sex stiga munur á liðunum sem sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar sem inniheldur aðeins 8 lið. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.

Handbolti
Fréttamynd

„Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti“

Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var.

Handbolti
Fréttamynd

Naum töp hjá Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri

Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í liði Magdeburg sem varð samt að sætta sig við tap. Þá töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes naumlega fyrir Celje Pivovarna Laško á heimavelli. 

Handbolti
Fréttamynd

Á­nægður að við gefum ekkert eftir

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum.

Handbolti
Fréttamynd

Fínn leikur Ágústs Elís dugði ekki

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson léku með Ribe-Esbjerg.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn markahæstur í tapi Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður Kadetten Schaffhausen með átta mörk er liðið heimsótti Montpellier í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Það dugði þó ekki til því liðið mátti þola fjögrra marka tap, 40-36.

Handbolti
Fréttamynd

Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Góður leikur Al­dísar Ástu dugði ekki

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru.

Handbolti
Fréttamynd

Samningi Lovísu í Noregi rift

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Handbolti
Fréttamynd

„Hafa verið góðir að fá nýja menn inn“

Áhugavert verður að sjá hvort Danir geti viðhaldið árangri sínum í handbolta þegar reynsluboltar liðsins hætta. Þetta segir Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar í Danmörku. Danska landsliðið varð heimsmeistari þriðja skiptið í röð með sigri á Frakklandi í gær, sunnudag.

Handbolti