Blóðmerahald

Fréttamynd

Búin að skipa starfs­hóp til að skoða blóð­mera­hald

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Mun hópurinn hefja störf á næstu dögum en honum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif blóðgjafar á hryssur

Forveri Ísteka ehf., lyfjaheildsölufyrirtækið G. Ólafsson hf., hóf söfnun á blóði úr fylfullum hryssum á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í lok 8. áratugar seinustu aldar og byrjun þess níunda. Þessar rannsóknir voru birtar árið 1982 og hafa verið endurteknar reglulega hjá Ísteka frá upphafi. Niðurstöður rannsóknanna á áhrifum blóðgjafanna á hryssur og folöld benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa á heilsufar þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Um siðferði blóðmerahalds

Í siðferðilegu tilliti skiptir mestu máli hvort þau dýr sem eru til ýmissa nytja manna séu ekki látin endurtekið og markvert þjást fyrir markmiðið. Dýr eru ekki lengur talin skynlaus og gleymin tæki manna líkt og lengi var haldið fram.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfja­efni Ís­teka gagnast m.a. við vernd villtra dýra

Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka.

Skoðun
Fréttamynd

Á blóðslóð

Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla).

Skoðun
Fréttamynd

Koma upp eftir­­lits­­mynda­­vélum hjá blóð­bændum

Fram­kvæmda­stjóri Ís­teka segir að líf­tækni­fyrir­tækið hafi nú hrint af stað um­bóta­á­ætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa með­ferð á blóð­merum. Fram­vegis verði tekið upp mynda­véla­eftir­lit hjá blóð­bændum sem fyrir­tækið skiptir við og þá ætli Ís­teka sér að auka fræðslu til bænda.

Innlent
Fréttamynd

Umbótaáætlun Ísteka hrint í framkvæmd

Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur.

Skoðun
Fréttamynd

Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka

Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

Blóð­mera­hald – Hvað segja vísindin?

Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða.

Skoðun
Fréttamynd

„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 

Innlent
Fréttamynd

Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka

Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021.

Innlent
Fréttamynd

Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða

Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt.

Innlent
Fréttamynd

Brýning frá hestakonu

Ég bið ykkur að hafa í huga sem lesið þetta, af því ég er að fara að segja óþægilega hluti um umræðuna undanfarið, að allan tímann er það grundvallarsjónarmið mitt að meðferðin sem sást í myndböndum sem þessum hryssum var boðin er óverjandi með öllu og gildir raunar einu hvort um er að ræða hesta eða væru það kýr, kindur, hundar, kettir, eða önnur dýrategund.

Skoðun
Fréttamynd

Segir traustið til Ísteka brostið

Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Velferð dýra skal alltaf ráða för

Á lögbýlinu Lágafelli hefur verið stundaður blóðbúskapur frá árinu 1985, samhliða ræktun hrossa. Óhætt er að segja að sú mynd sem dregin var upp af rekstrinum í umfjöllun fjölmiðla í vikunni, er ekki í neinu samræmi við það sem almennt gengur og gerist í þessum geira.

Skoðun
Fréttamynd

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum

Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Fordæma illa meðferð á blóðmerum

Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi.

Innlent