Landslið kvenna í fótbolta Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Fótbolti 5.7.2025 10:01 Glódís með á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM. Sport 5.7.2025 09:04 Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. Fótbolti 5.7.2025 09:03 Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. Fótbolti 4.7.2025 22:00 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. Fótbolti 4.7.2025 17:30 Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Fótbolti 4.7.2025 16:03 Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. Fótbolti 4.7.2025 15:02 EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína EM í dag heilsar frá Thun í Sviss þegar nú dregur nær næsta leik Ísland á EM. Næsta leik, djörf hugmynd í stað borgarlínu, heimsókn forseta og rifrildi við morgunverðarborðið bar á góma hjá þeim Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni í dag. Fótbolti 4.7.2025 12:29 Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, styrktarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, og eiginkonu hennar Erin McLeod er með í för á EM í fótbolta í Sviss sem nú stendur yfir. Gunnhildur er þakklát fyrir það hversu stuðningsrík þjálfarar og leikmenn landsliðsins eru í þessum aðstæðum. Fótbolti 4.7.2025 10:00 Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins hafa ekki áhyggjur af virkni leikmanna á samfélagsmiðlum líkt og heyra mátti gagnrýnda utan herbúða liðsins eftir tapleik gegn Finnlandi á dögunum á EM. Fótbolti 4.7.2025 09:01 The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er eitt af sextán landsliðum sem komust alla leið í úrslitakeppni EM í Sviss en blaðamenn The Athletic eru hins vegar á því að ekkert lið spili í ljótari aðalbúningum á mótinu. Fótbolti 4.7.2025 07:02 Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kom í heimsókn til íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á liðshótelið í Gunten í dag. Fótbolti 3.7.2025 22:30 Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Fótbolti 3.7.2025 16:16 „Það er ekki þörf á mér lengur“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Fótbolti 3.7.2025 15:32 Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Fótbolti 3.7.2025 13:46 Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. Fótbolti 3.7.2025 13:02 Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 3.7.2025 12:31 EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Það var svo sannarlega þungt hljóð í teymi Sýnar á EM í Sviss, eftir 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik mótsins, og erfitt fyrir menn að sjá mögulega fyrir stelpurnar okkar í framhaldinu. Fótbolti 3.7.2025 12:04 Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. Fótbolti 3.7.2025 11:33 Glódís mætti ekki á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki jafnað sig af magakveisunni sem neyddi hana af velli í gær og mætti ekki á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Fótbolti 3.7.2025 09:08 Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk góðan stuðning úr stúkunni en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-0 tap í fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. Fótbolti 3.7.2025 08:02 „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Fótbolti 3.7.2025 07:32 Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björg og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 3.7.2025 07:03 Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Ef ég hefði skrifað upp dæmi um afleita byrjun á Evrópumóti hjá íslenska landsliðinu fyrir mót þá hefði það líklegast geta innihaldið tap gegn Finnum og tilþrifalitla frammistöðu, að besti leikmaður liðsins myndi þurfa að yfirgefa völlinn og svo til þess að toppa eymdina gætum við misst leikmann af velli með rautt spjald. Fótbolti 2.7.2025 23:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Fótbolti 2.7.2025 21:12 Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Það var auðvitað fúlt fyrir leikmenn íslenska landsliðsins að tapa fyrsta leiknum á EM í Sviss. Sveindís Jane sat lengi vel og íhugaði hvað hafði getað farið betur. Hún fékk úr litlu að moða á löngum köflum og náði ekki að nýta besta færi leiksins í 0-1 tapi gegn Finnum. Fótbolti 2.7.2025 19:13 „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er ósammála flestum og fannst Ísland gera margt gott í tapinu gegn Finnlandi. Hann segir hundfúlt að hafa tapað en mótið ekki búið og nú þurfi bara að spýta í lófana. Fótbolti 2.7.2025 19:06 „Ég var bara með niðurgang“ Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins var í vandræðum með magann sinn í fyrsta leik Íslands á EM og þurfti að fara af velli í hálfleik. Fótbolti 2.7.2025 18:53 Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með niðurstöðuna þegar íslenska landsliðið tapaði gegn Finnum 0-1 í fyrsta leik EM2025 í Sviss. Liðið náði ekki miklum takti í sinn leik og varð fyrir miklum skakkaföllum í seinni hálfleik sem gerðu verkefnið erfiðara en Ingibjörg gat verið stolt af stelpunum. Fótbolti 2.7.2025 18:45 „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir íslenska landsliðið hafa brugðist vel við og sýnt karakter eftir áföll í leiknum gegn Finnlandi. Henni fannst Ísland halda markaskorara Finnlands vel í skefjum, fyrir utan eitt skiptið þegar hún skoraði. Fótbolti 2.7.2025 18:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 38 ›
Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Fótbolti 5.7.2025 10:01
Glódís með á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM. Sport 5.7.2025 09:04
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. Fótbolti 5.7.2025 09:03
Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. Fótbolti 4.7.2025 22:00
Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. Fótbolti 4.7.2025 17:30
Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Fótbolti 4.7.2025 16:03
Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. Fótbolti 4.7.2025 15:02
EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína EM í dag heilsar frá Thun í Sviss þegar nú dregur nær næsta leik Ísland á EM. Næsta leik, djörf hugmynd í stað borgarlínu, heimsókn forseta og rifrildi við morgunverðarborðið bar á góma hjá þeim Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni í dag. Fótbolti 4.7.2025 12:29
Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, styrktarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, og eiginkonu hennar Erin McLeod er með í för á EM í fótbolta í Sviss sem nú stendur yfir. Gunnhildur er þakklát fyrir það hversu stuðningsrík þjálfarar og leikmenn landsliðsins eru í þessum aðstæðum. Fótbolti 4.7.2025 10:00
Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins hafa ekki áhyggjur af virkni leikmanna á samfélagsmiðlum líkt og heyra mátti gagnrýnda utan herbúða liðsins eftir tapleik gegn Finnlandi á dögunum á EM. Fótbolti 4.7.2025 09:01
The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er eitt af sextán landsliðum sem komust alla leið í úrslitakeppni EM í Sviss en blaðamenn The Athletic eru hins vegar á því að ekkert lið spili í ljótari aðalbúningum á mótinu. Fótbolti 4.7.2025 07:02
Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kom í heimsókn til íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á liðshótelið í Gunten í dag. Fótbolti 3.7.2025 22:30
Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Fótbolti 3.7.2025 16:16
„Það er ekki þörf á mér lengur“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Fótbolti 3.7.2025 15:32
Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Fótbolti 3.7.2025 13:46
Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. Fótbolti 3.7.2025 13:02
Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 3.7.2025 12:31
EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Það var svo sannarlega þungt hljóð í teymi Sýnar á EM í Sviss, eftir 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik mótsins, og erfitt fyrir menn að sjá mögulega fyrir stelpurnar okkar í framhaldinu. Fótbolti 3.7.2025 12:04
Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. Fótbolti 3.7.2025 11:33
Glódís mætti ekki á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki jafnað sig af magakveisunni sem neyddi hana af velli í gær og mætti ekki á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Fótbolti 3.7.2025 09:08
Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk góðan stuðning úr stúkunni en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-0 tap í fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. Fótbolti 3.7.2025 08:02
„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Fótbolti 3.7.2025 07:32
Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björg og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 3.7.2025 07:03
Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Ef ég hefði skrifað upp dæmi um afleita byrjun á Evrópumóti hjá íslenska landsliðinu fyrir mót þá hefði það líklegast geta innihaldið tap gegn Finnum og tilþrifalitla frammistöðu, að besti leikmaður liðsins myndi þurfa að yfirgefa völlinn og svo til þess að toppa eymdina gætum við misst leikmann af velli með rautt spjald. Fótbolti 2.7.2025 23:17
Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Fótbolti 2.7.2025 21:12
Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Það var auðvitað fúlt fyrir leikmenn íslenska landsliðsins að tapa fyrsta leiknum á EM í Sviss. Sveindís Jane sat lengi vel og íhugaði hvað hafði getað farið betur. Hún fékk úr litlu að moða á löngum köflum og náði ekki að nýta besta færi leiksins í 0-1 tapi gegn Finnum. Fótbolti 2.7.2025 19:13
„Heilt yfir var ég bara sáttur“ Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er ósammála flestum og fannst Ísland gera margt gott í tapinu gegn Finnlandi. Hann segir hundfúlt að hafa tapað en mótið ekki búið og nú þurfi bara að spýta í lófana. Fótbolti 2.7.2025 19:06
„Ég var bara með niðurgang“ Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins var í vandræðum með magann sinn í fyrsta leik Íslands á EM og þurfti að fara af velli í hálfleik. Fótbolti 2.7.2025 18:53
Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með niðurstöðuna þegar íslenska landsliðið tapaði gegn Finnum 0-1 í fyrsta leik EM2025 í Sviss. Liðið náði ekki miklum takti í sinn leik og varð fyrir miklum skakkaföllum í seinni hálfleik sem gerðu verkefnið erfiðara en Ingibjörg gat verið stolt af stelpunum. Fótbolti 2.7.2025 18:45
„Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir íslenska landsliðið hafa brugðist vel við og sýnt karakter eftir áföll í leiknum gegn Finnlandi. Henni fannst Ísland halda markaskorara Finnlands vel í skefjum, fyrir utan eitt skiptið þegar hún skoraði. Fótbolti 2.7.2025 18:45