Tónleikar á Íslandi

Fréttamynd

Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá

„Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Lífið
Fréttamynd

Sena og Concept Events sameinast

Fyrirtækin Sena og Concept Events hafa gengið frá samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Við þetta munu fyrirtækin sameinast og bætast núverandi eigendur Concept Events í hluthafa- og stjórnendahóp Senu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sena tekur yfir Lewis Cap­aldi tón­leikana

Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 

Lífið
Fréttamynd

Streymis­stríðið og Back­street Boys

Það er langbest að viðurkenna það bara. Backstreet Boys eru á leið til landsins og það hristir aðeins upp í farangursrýminu. Auðvitað rifjast upp eins og einn og einn slagari en sömuleiðis minningar um þá gömlu góðu daga þegar geisladiskakaup voru sennilega meginþorri vísitölu neysluverðs unglinga.

Skoðun
Fréttamynd

Þessi spila á Aldrei fór ég suður

Ragga Gísla, FM Belfast og Bríet eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði 7.-8. apríl næstkomandi. 

Tónlist
Fréttamynd

„Rússíbaninn heldur áfram“

Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim.

Tónlist
Fréttamynd

Nánast upp­­­selt á ferna ­­tón­­leika þrátt fyrir engar aug­lýsingar

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir.  Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn.

Lífið
Fréttamynd

Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni

„Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Eydís Evensen tilkynnir Evróputúr

Það er mikið um að vera hjá tónskáldinu og píanóleikaranum Eydísi Evensen, sem hefur vakið athygli í hinum stóra heimi, en hún var að senda frá sér tónverkið Tephra Horizon og tónlistarmyndband við. Er um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu en Eydís er einnig á leið í stórt tónleikaferðalag. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Tónlist
Fréttamynd

Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað

„Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra.

Tónlist
Fréttamynd

Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar.

Tónlist
Fréttamynd

Ingó hyggur á stór­tón­leika í Há­skóla­bíó í mars

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá.

Lífið
Fréttamynd

Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi

Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það eru engin jól án tónlistar“

„Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“

Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. 

Jól
Fréttamynd

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld

„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.

Lífið