Lögreglumál

Fréttamynd

Til­gangur kærunnar í Blöndu­ós­málinu ekki að koma höggi á aðra að­stand­endur

Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Nuddari ákærður fyrir nauðgun

Héraðssaksóknari hefur ákært nuddara fyrir að hafi í starfi sínu nauðgað konu á heimili hennar. Honum er gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis, með því að kyssa bak hennar, nudda hana milli rasskinna, nudda kynfæri hennar utan klæða og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk.

Innlent
Fréttamynd

Líta mál skipsins alvarlegum augum

Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt.

Innlent
Fréttamynd

Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Sekta ekki strax fyrir notkun nagladekkja

Í dag er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Lögreglan mun þó ekki byrja að sekta þau sem aka um á nagladekkjum á morgun, það verður ekki gert fyrr en í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Meintur fíkni­efna­sali reyndist hár­greiðslu­maður

Tilkynnt var um sölu fíkniefna í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Grafarholti í gærkvöldi. Þegar laganna verði bar að garði reyndist meintur fíkniefnasali vera blásaklaus hárgreiðslumaður. „Átti málið því ekki við rök að styðjast,“ segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Telja að Modestas sé sá sem fannst látinn

Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antana­vicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um.

Innlent
Fréttamynd

Hótel­þjófnaðir og fjár­svik gegn ferða­mönnum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um þjófnað á hóteli. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en engar frekari upplýsingar liggja fyrir nema að málið sé í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur í Borgarnesi

Lík fannst í fjöru skammt frá Borgarnesi í dag. Vegfarandi tilkynnti um líkið fyrr í kvöld og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Í gæslu­varð­hald vegna stungu­á­rásar í Reykja­nes­bæ

Landsréttur staðfesti tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er grunaður um að hafa stungið annan mann í hendina í Reykjanesbæ um páskana. Maðurinn er sagður dvelja ólöglega á landinu og hafa komist ítrekað í kast við lögin.

Innlent
Fréttamynd

Vara við tor­tryggi­legum Toyota-gjafa­leik

„Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um skart­gripa­þjófnað á hótel­her­bergi

Lögreglu barst tilkynning í gær frá erlendum ferðamanni, sem varð fyrir þjófnaði á hótelherbergi sínu. Voru atvik þannig að á meðan viðkomandi var í skipulagðri dagsferð með herbergisfélögum sínum hurfu skartgripir sem voru á herberginu.

Innlent
Fréttamynd

Nakin kona og grun­­sam­­legur blað­beri í Breið­holti

Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að úti­loka að fleiri Ís­lendingar verði hand­teknir

Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni karlmaður um áttrætt

Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Innlent
Fréttamynd

22 líkams­á­rásir um páskana

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­maður kýldur í and­litið af ó­sáttum veg­faranda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið.

Innlent