Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Jón Svanberg Hjartarson skrifar 4. ágúst 2023 14:12 Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun