Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Þrír eru látnir og fleiri slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í suðvesturhluta Þýskalands í gær. Erlent 28.7.2025 12:10
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47
Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Erlent 28.7.2025 11:39
Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Erlent 28.7.2025 07:39
Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Stjórnvöld í Ísrael hafa tilkynnt að þau hyggist nú gera hlé á aðgerðum sínum tíu klukkustundir daglega í ótilgreindan tíma, til að greiða fyrir flutningi og dreifingu hjálpargagna á Gasa. Erlent 28.7.2025 07:00
Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 65 málum á vaktinni í gærkvöldi og nótt og neyddist meðal annars til þess, enn eina ferðina, að vísa tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Innlent 28.7.2025 06:36
Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Virkni hefur verið nokkuð stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni frá því í gærmorgun en gat opnaðist á gígnum í gær og í gærkvöldi byrjaði að gjósa lítillega úr opinu. Innlent 28.7.2025 06:25
Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Stór jarðskjálfti varð í Vatnajökli um klukkan 23:40 í kvöld. Var hann 5,2 stig. Innlent 28.7.2025 00:15
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Innlent 27.7.2025 23:29
Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. Erlent 27.7.2025 22:03
Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Margmenni kom saman í svokallaðri hungurgöngu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á hungursneyð á Gaza-ströndinni og krefjast aðgerða frá íslenskum stjórnvöldum. Innlent 27.7.2025 21:14
Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoða á horni Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í kvöld. Innlent 27.7.2025 20:59
Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Tvítugur strákur á Akureyri kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að þjóna farþegum á skemmtiferðaskipum því hann hefur sett á laggirnar rafskutluleigu, sem slegið hefur í gegn. Innlent 27.7.2025 20:04
Rok og rigning sama hvert er litið Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur áður verið fýsilegri en hún er í ár. Veðurfræðingur spáir roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Veður 27.7.2025 19:41
Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Innlent 27.7.2025 19:27
Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Innlent 27.7.2025 18:36
Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að vinkla fjölmiðlafólk í slík myndbönd. Innlent 27.7.2025 18:03
Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af atvinnubílstjóra í farþegaflutningum sem reyndist undir áhrifum áfengis í dag. Innlent 27.7.2025 17:49
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. Innlent 27.7.2025 17:36
„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Innlent 27.7.2025 14:06
Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Erlendur ferðamaður, sem sóttur var á Hrafntinnusker við Laugaveginn upp úr 15 í gær, var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir tilraunir til endurlífgunar. Innlent 27.7.2025 12:48
Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús. Innlent 27.7.2025 12:17
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. Innlent 27.7.2025 12:03
Bátar brenna í Bolungarvík Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Innlent 27.7.2025 11:59