Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sendu skrið­dreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár

Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur.

Erlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum

Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir.

Innlent
Fréttamynd

20 til 30 ný störf verða til í Ár­borg með til­komu nýs öryggisfangelsis

Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Rigningarveður í kortunum

Í nótt nálgaðist lægð landið sunnan úr hafi og býst Veðurstofan við því að hún muni stýra veðrinu í dag og á morgun.

Veður
Fréttamynd

Reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld eða nótt ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessi maður reyndist vera eftirlýstur í öðru máli. Hann var vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Stór skjálfti í Bárðar­bungu

Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans.

Innlent
Fréttamynd

Veð­mál barna og verslunar­mið­stöð í Vogum

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Segir mál­efna­samninginn ófjár­magnað orða­gjálfur

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst.

Innlent