Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Halastjarna úr öðru sólkerfi sem mun fljúga nálægt jörðu í nóvember gæti í raun verið geimskip sem ætlað er að ráðast á jörðina. Þetta er tilgáta tveggja stjarneðlisfræðinga við Harvard háskóla. Íslenskur sérfræðingur segir hinsvegar ekkert að óttast. Innlent 17.8.2025 15:00
Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur. Innlent 17.8.2025 14:38
Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Heilunarguðþjónustur hafa notið mikilla vinsælda í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ en 35 slíkar messur hafa verið haldnar og verður sú þrítugasta og sjötta haldin nú í september. Þá verður líka stór viðburður í bæjarfélaginu, sem kallast Heimsljós. Innlent 17.8.2025 14:04
Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Innlent 17.8.2025 11:00
Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Umferðarslys varð í Laugardal í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Þar skemmdust þrír bílar og einn þeirra varð óökufær eftir á og var sá dreginn af vettvangi. Engin slys urðu á fólki. Innlent 17.8.2025 09:38
Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 17.8.2025 09:30
Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist á Djöflasandi í morgun og er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur síðan í nóvember 2007. Innlent 17.8.2025 09:28
Hlýjast suðaustantil Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar. Veður 17.8.2025 08:48
Sundlaugargestur handtekinn Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 17.8.2025 07:31
Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. Erlent 17.8.2025 00:06
Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Litið hefur dagsljósið bloggsíða samfélagsmiðlaráðgjafa Nigels Farage sem stofnaði og rak reikninga hans sem hafa aflað honum mikils fylgis. Hinn síðarnefndi er formaður Endurbótaflokksins. Á blogginu viðraði hann það meðal annars að Bretland hefði ekki átt að fara í stríð við Þýskaland nasismans og að Bretland ætti að endurheimta nýlenduveldi sitt. Erlent 16.8.2025 21:32
Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Það var mikið um að vera í Hveragerði í dag því þar fékk fólk að smakka á furðu ísum, auk þess sem haldið var upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar en um eitt hundrað þúsund manns hafa notið dvalar á stofnunni á þessum sjötíu árum. Innlent 16.8.2025 21:04
Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Innlent 16.8.2025 20:54
Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Allt bendir til þess að hitamet aldarinnar hafi verið slegið á Íslandi í dag þegar hitinn mældist 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Veður 16.8.2025 20:40
Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. Erlent 16.8.2025 20:26
Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Aðstoðar lögreglu var óskað vegna tveggja manna sem búnir voru að hreiðra um sig í sjónvarpsherbergi á dvalarheimili. Þeim var vísað á brott án vandræða. Innlent 16.8.2025 19:07
Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa lofað að stöðva framgöngu rússneska hersins í úkraínsku héruðunum Kherson og Saporisía, gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbas. Frá þessu greinir bandaríska fréttaveitan Financial Timess. Innlent 16.8.2025 18:12
Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Veður 16.8.2025 17:22
„Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ Innlent 16.8.2025 16:28
Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Kristinn Örn Kristinsson er látinn en hann var lagður inn á sjúkrahús á Spáni vegna hitaslags fyrr í mánuðinum. Innlent 16.8.2025 16:21
Grunaðir um hópárás með kylfu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa beinst að einum manni á Akureyri árið 2023. Einn þeirra er sagður hafa beitt kylfu við árásina. Innlent 16.8.2025 16:02
Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Innlent 16.8.2025 15:44
Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn. Innlent 16.8.2025 15:03
Sóttu mann sem féll niður bratta Björgunarsveitir voru boðaðar út á mesta forgangi á tólfta tímanum í dag vegna ferðmanns sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkukeri við Þórsmerkurleið. Innlent 16.8.2025 14:47