Fréttir

Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögu­lega lækningu

Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða.

Innlent

Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki

Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í.

Innlent

Ferjubilun sé hvítþvottur hjá Hrís­ey Seafood

Forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni hafnar því algjörlega að samgöngur séu í lamasessi til og frá Hrísey. Verkefnastjóri Hríseyjar Seafood taldi lokun Matvælastofnunnar eiga rót sína að rekja til lélegra ferjusamgangna.

Innlent

Klessti bíl og eig­andinn kom í jakka einum fata á vett­vang

Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum.

Innlent

Stappað á tjald­svæðum og vörur hverfa úr hillum

Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. 

Innlent

Freista þess að spá um sólstorma með loft­belgnum yfir Ís­landi

Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt.

Innlent

Viðar „Enski“ Skjól­dal látinn

Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið.

Innlent

Bíða eftir niður­stöðum blóðsýnatöku

Lögregla bíður eftir niðurstöðum blóðsýnis sem tekið var úr manninum sem ók yfir umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Málið er fullrannsakað að öðru leyti og það skýrist um mánaðamótin hvort gefin verði út ákæra vegna málsins.

Innlent

Stefndi í slags­mál ung­menna

Lögreglu var tilkynnt um hópamyndun við verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem tilkynnti sagði að það hafi verið að stefna í slagsmál. En þegar lögreglu bar að garði voru flestir farnir.

Innlent

Gular við­varanir alla helgina

Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld.

Veður