
Fótbolti

Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum.

Allt í molum hjá Barcelona í fyrsta tapinu
Hansi Flick varð að sætta sig við fyrsta deildartapið sem þjálfari Barcelona í kvöld, þegar liðið fékk á sig fjögur mörk gegn Osasuna og tapaði 4-2.

Sara lagði upp í fyrsta leik í Sádi-Arabíu
Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik í Sádi-Arabíu í dag og varð að sætta sig við 2-1 tap með Al Qadsiah gegn Al Ittihad á útivelli.

Stöðvuðu Bayern sem missti Kane meiddan af velli
Leverkusen stöðvaði sigurgöngu Bayern München í stórleik þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli.

Orri með tvennu á Spáni: „Fyrsta stóra kvöldið þitt“
Orri Óskarsson skoraði í dag sín fyrstu tvö mörk fyrir Real Sociedad í efstu deild Spánar í fótbolta, þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Valencia á heimavelli.

Jóhann á sigurbraut í Sádi-Arabíu
Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í liði Al Orobah þegar það vann 1-0 sigur gegn Damac í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

KR upp um deild og Haukar tóku við bikarnum
KR-konur fögnuðu vel og innilega í dag eftir að hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni í fótbolta á næsta ári, í lokaumferð 2. deildarinnar.

„Þetta er bara besta móment lífs míns“
Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum.

„Ég bara hágrét í leikslok“
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok.

Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn
Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu.

„Þetta endar eins og þetta á að enda“
„Við nýttum ekki færin okkar en mér fannst þetta solid leikur hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-2 sigur gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Willum Þór skoraði í endurkomu sigri Birmingham
Góð byrjun Birmingham City í ensku C-deildinni heldur áfram og þá heldur Willum Þór Willumsson áfram að gera það gott. Hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri liðsins á Peterborough United í dag.

Einstakt afrek Brentford dugði skammt en Everton vann loksins
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fylgdist áfram með af varamannabekknum þegar Brentford mætti West Ham og setti glænýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Palmer skoraði fernu í fyrri hálfleik
Chelsea lagði Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fjörugum leik á Brúnni.

Arsenal skaut Refina í blálokin
Skytturnar skutu Refina í kaf í blálokin í kaflaskiptum leik á Emirates-leikvangingum í Lundúnum, lokatölur 4-2.

Liverpool á toppnum
Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á útivelli gegn botnliðinu, Úlfunum, í lokaleik dagsins.

„Við tökum stiginu“
„Þeir áttu sín augnablik á fyrstu tíu mínútum leiksins og eftir jöfnunarmarkið en að mestu spiluðum við virkilega vel,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Manchester City gegn Newcastle United.

Vandræði Man City án Rodri halda áfram
Englandsmeisturum Manchester City tókst ekki að hrista af sér þá staðreynd að liðinu gengur gríðarlega illa án miðjumannsins Rodri en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United í Norður-Englandi í fyrsta leik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Íslandsmeistararnir fá úrslitaleik á heimavelli
Valur vann 2-1 sigur á útivelli gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Sigurinn tryggði Val hreinan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn næsta laugardag.

Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-2 | Breiðablik vann í markaleik og mætir Val í hreinum úrslitaleik
Breiðablik og Valur munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna en þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Blika á móti FH í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Á sama tíma hafði Valur betur á móti Víkingi.

Hlín á skotskónum og Kristianstad dreymir um Evrópu
Hlín Eiríksdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-0 sigri á Brommapojkarna í efstu deild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð.

Martínez dæmdur í tveggja leikja bann
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og Argentínu, mun missa af næstu tveimur leikjum landsliðs síns eftir að vera dæmdur í tveggja leikja bann fyrir dónalega hegðun.

Utan vallar: Ungt og leikur sér
Þó stærstu nöfn Bestu deildar karla í fótbolta séu flest öll fullvaxta karlmenn sem eru við það að vera komnir fram yfir síðasta söludag þá hafa margir undir leikmenn látið ljós sitt skína í sumar. Við höldum í vonina að fleiri stígi í þeirra fótspor á næstu árum.

Stuðningsmaður safnað milljónum eftir að völlur félagsins skemmdist
Stuðningsmaður Wimbledon hefur safnað vel rúmlega tuttugu milljónum íslenskra króna, 120 þúsund pundum, fyrir félagið sitt eftir að völlur liðsins skemmdist á dögunum.

Freyr um rangan fréttaflutning: „Þetta særði mig mjög mikið“
Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska efstu deildarliðsins Kortrijk, hefur fengið afsökunarbeiðni eftir fréttaflutning þess efnis að hann væri að fara taka við Cardiff City sem spilar í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Markvarslan Alisson í blóð borin
Alisson Becker, markvörður Liverpool og Brasilíu, segir titla ekki vera sína helstu hvatningu en segja má að markvarsla sé honum í blóð borin.

Selfoss fór með sigur af hólmi á Laugardalsvelli
Selfoss og KFA mættust í úrslitum Fótbolti.net bikarsins og voru það Selfyssingar sem fóru með sigur af hólmi eftir framlengdan leik, lokatölur 3-1.

Dortmund kom til baka á meðan AC Milan og Chelsea unnu örugga sigra
Borussia Dortmund kom til baka í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir að lenda 0-2 undir á heimavelli. Karlalið París Saint-Germain vann þá í efstu deild Frakklands á meðan Chelsea skoraði sjö í efstu deild kvenna á Englandi.

Ísak Bergmann kom Düsseldorf til bjargar
Ísak Bergmann Jóhannesson reyndist hetja Fortuna Düsseldorf þegar liðið lagði Greuther Fürth í þýsku B-deild karla í knattspyrnu.

Fótboltaráðstefna Norðurlanda í Reykjavík næsta vor
Komandi vor mun Háskólinn í Reykjavík ásamt Knattspyrnusambandi Íslands standa fyrir Fótboltaráðstefnu Norðurlandanna.