Skoðun

Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið
Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta.

Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki
Foreldra- og foravarnarsamtök gegn áfengisneyslu sem varað hafa við því að leggja niður ÁTVR og færa söluna á áfengi inn í almennar matvöruverslanir hafa sent frá sér athyglisverða fréttatilkynningu.

Hvar býr lýðræðið?
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti.

Óraunhæf tilboð
„Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara.

Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina
Í dag eru stór tímamót í sögu samgangna á Suðurlandi þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að nýrri Ölfusárbrú sem mun bæta lífsgæði, auka umferðaröryggi og greiða fyrir flæði í einu af lykilsamgöngusvæðum landsins.

Okkar plan virkar - þetta er allt að koma!
Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári.

Dagur mannréttinda barna 20. nóvember
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Tillaga í sjókvíaeldismálum
Eftir sýningu á heimildamyndinni Árnar þagna um grafalvarlega stöðu í norskum laxveiðiám vegna eldislaxa kom fram merkilegur samhljómur fulltrúa framboðanna sem sátu í pallborði í Háskólabíói þann 19. nóvember.

Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið
Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir.

Við kjósum velferð dýra
Fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, nú þingmaður og frambjóðandi flokksins í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, birti grein hér á Vísi mánudaginn 18. nóvember sl., undir heitinu „Kjósum velferð dýra“.

Pólitísk loforð
Kosningar snúast um loforð. Loforð um betra samfélag, aukna velferð, lægri skatta eða aukna þjónustu, nú eða að þykjast ætla að leggja beinharða peninga inn á bankabækir kjósenda.. En oftar en ekki reynast þessi loforð vera innantóm orð sem eru aðeins sett fram til að veiða atkvæði kjósenda.

Örugg landamæri eru forgangsmál
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar.

Styrkleiki íslensku grunnskólanna
Það hefur gustað eilítið um grunnskólann síðustu mánuði. Gagnrýnisraddir hafa þó flestar blásið úr sömu áttinni sem hefur skapað frekar einsleita mynd af íslenskum ungmennum, af námslegri getu þeirra og af gæðum grunnskólastarfs.

100 þúsund á mánuði
Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar.

Lögum grunninn
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni.

Dulin mein íslenskt stjórnkerfis
Íslenskt stjórnkerfi hefur lengi verið gagnrýnt fyrir alvarlega spillingu og frændhygli sem hefur markað djúp spor í samfélagið.

Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það?
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu.

Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin
Heilbrigðismál er það málefni sem flestir nefna að skipti máli í komandi kosningum skv. nýrri könnun Gallup. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur leggur eins mikla áherslu á heilbrigðismál og Samfylkingin.

Eldri borgarar. Takið eftir
Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best.

Að deyja fyrir að vera öðruvísi
Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs.

Á minningardegi trans fólks
Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín.

Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu
Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt.

Arðrán um hábjartan dag?
Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun.

Ég vil ekki að þeim líði illa
Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna.

Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins?
Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi.

Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum
Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins.

Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar?
Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga.

Kunnugleg rödd og kosningaloforð
Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann.

Czy masz poczucie, że jesteś ważny?
Każdy z nas powinien czuć, że ma znaczenie, że należy do wspólnoty i że jego obecność jest istotna. To szczególnie ważne dla osób, które przyjeżdżają na Islandię z innych krajów, często nie znając jeszcze społecznych norm i zwyczajów.

Orka flækt í þungu regluverki
Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn.