
Sport

Græddi meira en milljarð á því að skemmta sér á Ólympíuleikunum
Rapparinn Snoop Dogg var hrókur alls fagnaðar á Ólympíuleikunum í París en kappinn var ekki mættur þangað bara fyrir heiðurinn eða áhuga sinn á Ólympíuleikunum.

Tíminn naumur hjá KSÍ
KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum.

Sjáðu mörkin átta úr sigrum Vals og Breiðabliks
Átta mörk voru skoruð í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna í gærkvöldi. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu sína leiki gegn Fylki og Þrótti, mörkin átta má sjá hér fyrir neðan.

Albert segir ummæli gamla yfirmannsins áfall
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu.

Á leið aftur til Manchester eftir aðeins eitt tímabil í Barcelona
Ilkay Gundogan virðist vera á leið aftur til Manchester City eftir aðeins eitt tímabil hjá Barcelona. Katalónski klúbburinn er sagður tilbúinn að sleppa honum frítt til að liðka fyrir launaskránni.

Sniðgengu verðlaunaafhendinguna og fóru út að borða
Enginn leikmaður karlaliðs Manchester United var viðstaddur verðlaunaafhendingu PFA í gærkvöldi, liðið snæddi á veitingastað rétt hjá á meðan nágrannar þeirra sópuðu verðlaunum til sín.

Fimmfaldur Ólympíufari kafnaði í íbúð sinni
Fyrrum afreksíþróttakonan Daniela Larreal Chirinos er látin aðeins fimmtug að aldri. Hún lifði viðburðaríku lífi en endalokin voru mjög sorgleg.

„Þetta er bara byrjunin“
Dagur Árni Heimisson og félagar hans í íslenska U-18 ára landsliðinu í handbolta enduðu í 4. sæti á EM í Svartfjallalandi. Dagur var valinn í úrvalslið mótsins og stefnir á toppinn í handboltanum.

Vilja að Linda Líf verði kölluð í landsliðið
Nýliðar Víkings hafa fagnað góðu gengi í Bestu deild kvenna í sumar. Undanfarið hefur liðið rokið upp stigatöfluna og situr nú jafnt 3. sæti deildarinnar. Einn leikmaður liðsins á stóran þátt í því, Linda Líf Boama.

Sterling ekki heldur í hóp hjá Chelsea í Sambandsdeildinni
Raheem Sterling var ekki tilnefndur í leikmannahóp Chelsea fyrir umspilsleik í Sambandsdeildinni gegn Servette á morgun.

Amazon vill kaupa heimildarþættina um síðasta tímabil Klopp
Streymisþjónustan Amazon Prime stendur nú í viðræðum við enska knattspyrnufélagið Liverpool um kaup á heimildarþáttum sem voru framleiddir á síðasta tímabili, um lokamánuði Jurgens Klopp í starfi.

Sá efsti féll tvívegis á lyfjaprófi en sleppur án refsingar
Jannik Sinner, efsti maður heimslistans í tennis, verður ekki refsað þó svo hann hafi tvívegis fallið á lyfjaprófi með stuttu millibili.

Dagskráin í dag: Forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hafnabolti
Það eru fjórar beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Segir AGF allt annað lið eftir að Mikael fór á miðjuna
David Nielsen segir sína fyrrum lærisveina í AGF vera besta lið Danmerkur um þessar mundir. Helsta ástæðan er sú að Mikael Neville Anderson er kominn á miðja miðjuna eftir að spila úti vinstra megin á síðustu leiktíð.

Uppsöfnuð spjöld gætu haft áhrif: Tólf í banni
Leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu eru heldur betur farnir að safna upp spjöldum og alls verða tólf leikmenn í leikbanni í næsta leik síns liðs. Þetta kemur fram í reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands.

Loks hreyfing á skrifstofunni hjá Liverpool
Eftir heldur rólegan félagaskiptaglugga hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool til þessa hefur heldur betur lifnað yfir skrifstofu félagsins.

Palmer besti ungi leikmaðurinn en þó ekki í liði ársins
PFA (Professional Footballers' Association) verðlaunin voru veitt í kvöld. Þar kjósa leikmenn ensku atvinnumannadeildanna um besta leikmann hverrar deildar fyrir sig, besta unga leikmanninn sem og lið deildarinnar að mati leikmanna er tilkynnt.

Nik eftir veisluna í Laugardal: Viljum halda pressunni á Val
Nik Chamberlain var að vonum ánægður með sínar konur eftir leik kvöldsins en lið hans, Breiðablik, vann frábæran 4-2 útisigur á fyrrverandi liði hans, Þrótti Reykjavík, í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“
KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum.

Hákon Arnar með stoðsendingu í mikilvægum sigri Lille
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska knattspyrnuliðinu Lille eru komnir með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni.

„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum“
Valur vann 2-0 sigur gegn Fylki í 17. umferð Bestu deildar kvenna. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, átti von á því að þetta yrði erfiður leikur þar sem Valskonur voru bikarmeistarar um síðustu helgi.

Uppgjörið og viðtöl: Valur - Fylkir 2-0 | Bikarmeistararnir höfðu betur
Nýkrýndir bikarmeistarar Vals höfðu betur gegn Fylki 2-0. Staðan var jöfn fram að 82. mínútu en þá braut Lillý Rut Hlynsdóttir ísinn og Helena Ósk Hálfdánardóttir bætti við öðru marki í uppbótartíma. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-4 | Miklir yfirburðir Blika í blíðunni
Þróttur tók á móti gestunum í Breiðablik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum. Það var einstaklega fallegur dagur í Laugardalnum og heyrði blaðamaður gárungana í stúkunni ræða um besta dag sumarsins. Hvort það er satt veit undirritaður ekki en víst er að það var skuggi í stúkunni en sól á vellinum.

KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum.

Antony hreinsaður af ásökunum í Brasilíu
Antony, vængmaður Manchester United, hefur verið hreinsaður af ásökunum um ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

KSÍ hafnar kröfu KR
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum.

„Hann setti á sig súperman-skikkju“
Atli Viðar Björnsson hreifst mjög af framgöngu Ragnars Braga Sveinssonar, fyrirliða Fylkis, í fallslagnum gegn HK í Bestu deild karla í fyrradag.

Emelía með slitið krossband
Íslenska unglingalandsliðskonan Emelía Óskarsdóttir verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hún sleit krossband í hné.

Hafnarfjarðarmótið haldið á Ásvöllum í ár
Það styttist í handboltatímabilið og einn af haustboðunum er hið árlega Hafnarfjarðarmót í handbolta.

Ólafur Karl þénaði mest af leikmönnum Bestu deildarinnar í fyrra
Fimm leikmenn sem spiluðu í Bestu deild karla á síðasta tímabili þénuðu milljón eða meira á mánuði í fyrra.