

PSG lék í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku deildinni síðan Kylian Mbappe hvarf á braut til Real Madrid. Þá var stórlið Bayern Munchen í eldlínunni í þýska bikarnum.
Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum.
Þremur dögum eftir að félagaskiptaglugginn lokaði hefur Vestri bætt við sig leikmanni fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Vestri fær til liðs við sig í glugga sumarsins.
„Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld.
Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu.
U-18 ára landslið karla í handknattleik tapaði í dag gegn Dönum í undanúrslitum Evrópumótsins sem fram fer í Svartfjallalandi. Ísland leikur um bronsverðlaun á sunnudag.
Fyrrverandi markvörður Manchester United, Peter Schmeichel, hefur sent bakverðinum Luke Shaw tóninn eftir að hann meiddist í enn eitt skiptið.
Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld.
Manchester City eyddi vissulega stórum upphæðum í leikmenn hér á árum áður en undanfarin ár eru ensku meistararnir langt frá því að vera það félag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem hefur eytt mestum pening í leikmenn.
Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum.
Ástralinn Noémie Fox varð Ólympíumeistari í kajakkrossi á Ólympíuleikunum í París og fylgdi þar með í fótspor bæði systur sinnar og móður sem höfðu báðar unnið til verðlauna á Ólympíuleikum.
„Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld.
Breiðablik minnkaði forskot Víkings á toppi Bestu deildar karla niður í þrjú stig með sigri á Val, 0-2, á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út.
Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París.
Kvennalandslið Íslands í fótbolta hefur náð nýjum hæðum á heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun.
Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki beðið félagið sérstaklega um að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður.
Albert Guðmundsson er mættur til Fiorentina til að ganga frá skiptum frá Genoa.
„Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum.
Víkingar eiga góða möguleika á því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og það kallar á breytingar á úrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Mounir Nasraoui, faðir spænska undrabarnsins Lamine Yamal, er allur að koma til eftir að hafa verið stunginn á bílastæði í vikunni.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnar sigri liðsins á Flora í Tallinn í gær sem tryggði Víkinga áfram í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu.
Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles fékk bronsverðlaun fyrir æfingar á gólfi á Ólympíuleikunum í París en henni hefur nú verið gert að skila bronsverðlaunum sínum.
Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna.
Sjónvarpskonan Laura Woods segist hafa fengið morðhótanir frá nettröllum eftir að hafa skrifað athugasemd undir grein um hnefaleikakonurnar umdeildu á Ólympíuleikunum í París.
Sundkappinn Már Gunnarsson er á leið á Ólympíumót fatlaðra í annað sinn. Hann er með skýr markmið og þá heillar einnig að vera á leið til Parísar í fyrsta sinn.
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum stuðningsmanni Manchester United að hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur mikla trú á fyrrum lærisveinum sínum hjá Ajax Amsterdam.
Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög.
Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga.