Skoðun

Um reykingabann

Blessaður Egill, Bara smá innskot um reykingabann. Hér í westrinu ríkir orðið algert reykingarbann í flestum ríkjum s.s. Kaliforniu, engar reykingar leyfðar í opinberum byggingum, veitingahúsum og víðast bannaðar reykingar utandyra einnig. Menn geta ekki fengið líftryggingu lengur ef þeir reykja, nema þá í undantekningum og verða þá að borga mun meira fyrir trygginguna.  Þannig er komið að flest fyrirtæki ráða ekki fólk sem reykir. Einnig máttu koma að, að aðgangur að veitingahúsum hefur aukist um allan helming, síðan reykingarbannið kom á.   Það þykir ekki lengur "fínt'" að reykja. Púandi fólk í nepjunni fyrir utan byggingar er litið hornauga, og kvartað undan því. En vandamálið eru unglingarnir, virðist næstum ógerlegt að fá þá til að hætta, þrátt fyrir stórhækkað tóbaksverð.    Þú gætir kannske haft uppá veggspjaldi sem gert var í baráttunni gegn reykingum á opinberum stöðum á Íslandi fyrir 10 árum, sem sýnir skömmustulegan mann úti horni sundlaugar sem hann hefur pissað í. Kærar þakkir fyrir frábæra þætti. Björn Emilsson Seattle



Skoðun

Skoðun

Daníel Guðmundsson skrifar

Sjá meira


×