Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 24. mars 2005 00:01 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira