Stjórn RÚV setur reglur um fréttir 7. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira