Sátt um skýrslu en rifist um RÚV 11. apríl 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira