Samstaða sé um lagabreytingu 25. apríl 2005 00:01 Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira