Forkeppni Meistaradeildar Evrópu

Evrópumeistarar Liverpool áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Kaunas frá Litháen að velli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Kaunas skoraði fyrsta markið á heimavelli en Liverpool skoraði þrívegis og vann 3-1. Djibril Cisse, Jaime Carragher og Steven Gerard skoruðu mörkin. Belgíska liðið Anderlecht burstaði Neftchi frá Aserbædjan 5-0 en Aserarnir skutu Íslandsmeistara FH út úr keppninni í umferðinn á undan. Árni Gautur Arason og félagar í norska liðinu Voleringa sigruðu finnska liðið Haka 1-0 í Osló. Danska liðið Bröndby sigraði Dinamo Tiblisi 2-0 í Georgíu og úkrænska liðið Dinamo Kiev varð að sætta sig við 2-2 jafntefli á heimavelli við svissneska liðið Thun.